Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 84
82 Kristján Árnason og Höskuldur Þráinsson
einstaka þætti verkefnisins, einkum tölvuvinnslu og söfnun og úrvinnslu
efnis í Reykjavík. Þá höfum við notið góðs af fjárframlögum frá ein-
stökum kaupstöðum og sýslum til Málvísindastofnunar Háskólans í
tengslum við þetta verkefni. Stofnunin leitaði reyndar til allra sýslna og
kaupstaða á landinu og hefur þegar þetta er ritað fengið fjárstuðning
frá Kópavogsbæ, Keflavíkurbæ, Skagafjarðarsýslu, Borgarfjarðarsýslu
og Mýrasýslu. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka öllum þessum
aðilum veittan stuðning. Við viljum líka þalcka því fólki sem við höfum
fengið að taka upp á segulband góðar móttökur og mikla vinsemd.
2. Viðfangsefni, þátttakendur og úrvinnsla
2.1 Viðfangsefni
Eins og áður sagði er ætlunin að þessi könnun verði býsna víðtæk.
Hér verður þó aðeins fjallað um mjög afmarkaðan hluta.1 Af sögulegum
ástæðum sem kalla má tilviljun er þessi rannsókn okkar lengst komin í
Vestur-Skaftafellssýslu. Við munum gera hér grein fyrir tvenns konar
niðurstöðum úr þeim hluta könnunarinnar. Það eru:
(1) Tíðni og útbreiðsla tveggja vel þekktra framburðareinkenna og
samanburður á niðurstöðum okkar og samsvarandi niðurstöðum
úr rannsókn sem Björn Guðfinnsson gerði á árunum upp úr 1940
(sjá t. d. Björn Guðfinnsson 1946, 1964). Þessi framburðaratriði
eru:
1 Svonefndur /zv-framburður — þ. e. þegar orðið livað er t. d.
borið fram [xwa:ð], [xa:ð] eða [xva:ð] en ekki með kv-fram-
burði, [khva:ð], eins og mörgum er tamt. (Sjá grein Ingólfs
Pálmasonar hér að framan.)
2 Svonefndur skaftfellskur einhljóðaframburður — þ. e. þegar
orð eins og bogi, hagi, dugi, sögin t. d. eru borin fram þessu
líkt: [þo:ji], [ha:ji], [dv:ji], [sœ:jin] í stað þess sem víðast er
tíðkað. (Sjá líka grein Ingólfs Pálmasonar um þetta.)
(2) Ýmsar samlaganir, brottföll og veiklun sem kenna mætti við
óskýrmæli. Dæmi um þetta eru:
1 Þessi ritgerð er efnislega samhljóða opinberum fyrirlestri sem höfundar fluttu
á vegum Heimspekideildar 23. apríl 1983. Við höfum reyndar áður gert stuttlega
grein fyrir tveimur mállýskuatriðum eða framburðaratriðum er snerta þessa könn-
un (Höskuldur Þráinsson 1980, Kristján Árnason 1980).