Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 91
89
Um málfar Vestur-Skaftfellinga
aðan einhljóðaframburð en engir hreinan tvíhljóðaframburð — aftur á
móti höfðu 25 % unglinganna þar hreinan fcv-framburð að mati Ingólfs
og það er nær alveg sama hlutfall og við fundum í Vestursýslunni. Sjá
bls. 45 og 86 hér að framan.) Það er auðvitað hugsanlegt að meðvituð
viðleitni til að leggja niður /iv-framburð eigi hér einhvern hlut að máli
en menn taki síður eftir einhljóðaframburði hjá sjálfum sér og því séu
minni líkur til að menn leggi hann niður (sjá um þetta hjá Ingólfi
Pálmasyni bls. 38 hér að framan). í umræðum um framburðarmál og
hugsanlega samræmingu hefur líka verið fjallað meira um /zv-framburð
en einhljóðaframburð. Þar hefur að vísu yfirleitt verið fjallað á já-
kvæðan hátt um /zv-framburð og hann talinn æskilegur, en auðvitað er
hugsanlegt að slík umræða kunni að hafa öfug áhrif.
Okkur þykir þó líklegt að annað skipti ekki minna máli í þessu tilviki.
Ef menn taka upp /cv-framburð á annað borð í tilteknu orði, nær hann
að jafnaði til allra beygingarmynda þess orðs — þ. e. það er ekkert sem
kallar á /zv-framburð í einni beygingarmynd fremur en annarri, það
verða engin tilbrigði innan beygingardæmisins. Þessu er yfirleitt öðru-
vísi farið um samband einhljóðaframburðar og tvíhljóðaframburðar. í
flestum orðum þar sem færi gefst á einhljóðaframburði á undan -gi-,
kemur fyrir einhljóð í öðrum beygingarmyndum í framburði allra lands-
manna. Dæmi:
(5) bogi — boga, hagi — hzzga, dugi — dzzga, sögin — sög
Þarna eru því hagstæð skilyrði til þess að einhljóðið lifi í orðinu. Þeir
sem aðhyllast svonefnda generatífa hljóðkerfisfræði myndu væntanlega
segja að einhljóðið kæmi fram í baklægri mynd orðanna, líka hjá þeim
sem hafa tvíhljóðaframburð. Skiptin eða tilbrigðin halda í einhljóðið.
Slík skilyrði eru þó naumast fyrir hendi í orðum sem eru kannski fyrst
°g fremst notuð í föstum samböndum þar sem alltaf fer -gi á eftir sér-
hljóðinu. Slíkt samband kemur raunar fyrir í texta sem við höfum
notað, þ. e. „í meira lagi“, og það er athyglisvert að í könnun Ingólfs
Pálmasonar kom einmitt fram sterk tilhneiging til tvíhljóðunar í þessu
orði (lagi) (sjá bls. 39 hér að framan).
í Töflu 4 má sjá að meirihluti „Björnsmannanna“ í okkar könnun
hefur fengið einkunn á bilinu 151-175 fyrir einhljóðaframburð. Nú
ætti auðvitað að vera hægt að reikna út heildarmeðaleinkunn fyrir
þennan hóp og reyna svo að búa sér til samsvarandi meðaleinkunn fyrir