Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Síða 132
130
Þórólfur Þórlindsson
boðskipta, t. d. svipbrigði, látbragð, tóntegund, klæðaburð o. s. frv.
í þriðja lagi þær kringumstæður sem boðskiptin eiga sér stað við. Þeg-
ar merking hins talaða og skrifaða orðs stendur tiltölulega óháð þess-
um þremur þáttum, er um að ræða ítarlegt málfar. Þegar hins vegar
merking þess sem sagt er er mjög háð þessum þremur þáttum, þá
er um knappt málfar að ræða. í þessari skilgreiningu, sem er mjög
í anda félagsfræðilegra kenninga um boðskipti, kemur hinn durk-
heimski uppruni hugmyndarinnar um ítarlegt og knappt málfar einna
best í Ijós. Knappt málfar byggir á vélrænni einingu (mechanical sol-
idarity) samfélagsins.
Vélræn eining félagslegra fyrirbæra á einkum rætur í hefðum og
þekkingu, sem er sameiginleg öllum þjóðfélagsþegnum. Sjónarmið
einstaklinga eru fremur lík þegar þau eru byggð á sameiginlegum for-
sendum. Við slíkar aðstæður er ekki nauðsynlegt að dómi Bernsteins
að merking þess sem sagt er sé svo mjög háð aðstæðum, vegna þess
að það sem sagt er hvílir á sameiginlegum grunni væntinga, hefða og
þekkingar. Boðskapur hins talaða orðs verður augljós þegar hann er
túlkaður í ljósi fastmótaðrar menningar, félagslegs arfs, lifnaðarhátta,
siða og venja, sem eru öllum þegnum samfélagsins vel kunnar. Bern-
stein telur að við slíkar aðstæður þjóni hið talaða orð oft þeim tilgangi
að undirstrika einingu hópsins. Hann telur enn fremur að þar sem
einstaklingar hafi mjög svipaða reynslu og skoði flest mál meira og
minna út frá sama sjónarhóli, þurfi þeir ekki að hafa áhyggjur af því
að orða af nákvæmni það sem þeir segja, vegna þess að boðskapinn
er að verulegu leyti að finna í hinum orðlausu þáttum tjáningarinnar
(sameiginlegum væntingum, sameiginlegum bakgrunni o. s. frv.).
Þetta þýðir að dómi Bernsteins að setningaskipan verður fremur ein-
föld, orðaval fábreytilegt, þ. e. a. s. málfarið verður knappt, svo not-
uð séu hugtök Bernsteins. Öðru máli gegnir þegar samfélagið ein-
kennist af lífrænni einingu (organic solidarty). Slík eining verður til,
að dómi Durkheims, þegar verkaskipting eykst og samfélagið verður
flóknara; siðir og venjur, reynsla og sjónarmið einstaklinga sama
samfélags verða ólík og ákvarðast m. a. af stöðu þeirra í þjóðfélaginu.
Eining félagslegra fyrirbæra byggist einkum á því að einstaklingarnir
eru hver öðrum háðir fremur en að þeir hafi sameiginlegar hefðir og
sameiginlega þekkingu. Við þessar aðstæður verða einstaklingarnir að
taka ólíkan bakgrunn viðmælenda sinna til greina þegar þeir skipu-