Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Síða 136
134 Þórólfur Þórlindsson
að aldri. Bernstein lagði tvö greindarpróf fyrir þá. Fyrra prófinu var
ætlað að mæla verkgreind en hinu seinna málgreind. Meginniðurstaða
rannsóknar Bernsteins var sú að mismunur á meðaltali hvors hóps
var helmingi hærri á málþroskaprófinu heldur en á hinu verklega.
Meðaleinkunn millistéttardrengjanna var u. þ. b. 9 greindarvísitölu-
stigum hærri en þeirra sem komu úr verkamannastétt. Á málþroska-
prófinu munaði aftur á móti u. þ. b. 23 greindarvísitölustigum á
meðaltalseinkunn. Túlkun Bernsteins á þessum niðurstöðum var sú
að mismunandi menntun og málfar verkamannastéttar og millistéttar
hefði afgerandi áhrif á málgreind. Þessi túlkun hvílir á þeirri forsendu
að málhæfni einstaklinga sé óháð verklegri greind. Ef málgreind og
verkgreind fylgdust að og samband þessara þátta héldist óbreytt frá
einum þjóðfélagshópi til annars — í þessu tilfelli er um að ræða stétt
— þá væri ólíklegt að misjöfn frammistaða einstaklinganna á mál-
greindarprófum ætti sér rætur í félagslegu umhverfi. Breytist hins veg-
ar sambandið milli verkgreindar og málgreindar eftir félagslegri stöðu
einstaklinganna, t. d. vegna þess að málgreind sveiflist verulega frá
einum stöðuhóp til annars þó að verkgreind breytist lítið, þá ykjust
verulega líkur á því að skýra mætti mismunandi frammistöðu einstakl-
inganna á málgreindarprófum út frá félagslegum orsökum. Til þess
að félagslegar skýringar á stéttbundnu máli geti talist réttmætar,
verður, að dómi Bernsteins, að fullnægja því grundvallarskilyrði að
verklegri greind einstaklinga úr þeim stéttum sem verið er að bera
saman sé haldið stöðugri (constant) (Bernstein 1960, Robinson 1965,
Lawton 1968, Brandis & Henderson 1970, Dittmar 1976).
Árið 1962 birti Bernstein tvær skýrslur um samband stéttar og
málfars, báðar unnar upp úr úrtaki því á 15-18 ára gömlum drengjum
sem nefnt var hér að framan. Bernstein skipti drengjunum í fimm
hópa, þannig að í hópum 1 og 2 voru drengir úr millistétt, en í hópum
3, 4 og 5 voru drengir úr verkamannastétt. Drengir í hverjum hópi
fyrir sig voru síðan látnir ræða um efnið ,,afnám dauðarefsingar“ og
stjórnaði rannsakandi umræðum. I fyrri skýrslunni (1962a) reynir
Bernstein að finna mun á því hvernig einstaklingarnir skipuleggja mál
sitt (verbal planning) með því að mæla lengd hiks (hesitation phenom-
enon) milli orða eða setninga hjá þeim sem tala. Bernstein byggir
þessa aðferð sína á kenningu kennara síns og samstarfskonu, Gold-
man-Eisler, sem hafði sýnt fram á að samband væri milli þess hvernig
menn skipuleggja mál sitt og hversu mikið þeir hika í tali sínu. Bern-