Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 140
138
Þórólfur Þórlindsson
afleiðslu og aðleiðslu eru oft ekki mjög skýr. I rannsóknum sem þess-
um er rannsóknarskýrslan oft skrifuð eins og afleiðsluaðferðinni hafi
verið beitt eða þá að hún er skrifuð eins og um aðleiðslu hafi verið
að ræða. En menn beita í reynd bæði aðleiðslu og afleiðslu meðan
á rannsókninni stendur. Ef rannsóknin væri framkvæmd algerlega á
grundvelli afleiðslu, þá væri sú hætta alltaf fyrir hendi að menn lærðu
ekki allt það sem læra mætti af gögnunum sem þeir hafa í höndunum
hverju sinni. Það er reyndar augljóst að Bernstein beitir bæði aðleiðslu
og afleiðslu í umræddri athugun. Hann hefur auðvitað gert sér grein
fyrir því fyrirfram hvað hann ætlaði að mæla (sjá Bernstein 1962b).
Annað atriði sem Coulthard leggur áherslu á í gagnrýni sinni á
Bernstein er að ekki sé hægt á grundvelli framsetningar Bernsteins
að gera sér grein fyrir því hversu mikill munurinn á hópunum tveimur
sé í raun og veru, þar sem Bernstein birtir aðeins tölur um marktækan
mun en engar tölur um það hver munurinn á hópunum sé í raun og
veru. Þessi gagnrýni Coulthards er mjög réttmæt að mínum dómi.
Bernstein greinir hvorki frá raunverulegum meðaltölum né dreifiein-
ingu fyrir þá þætti málfars sem hann fjallar um. Þetta veldur því að
erfitt er um vik að meta niðurstöður hans réttilega. Bernstein virðist
treysta meira og minna hugsunarlaust á tölur um marktækan mun,
sem í þessu tilfelli, eins og svo mörgum öðrum, segja okkur lítið út
af fyrir sig. í þessu sambandi hefur verið lögð áhersla á nauðsyn þess
að meta hversu mikill munurinn á hópunum tveimur þurfi að vera
til þess að hægt sé að tala um tvenns konar mállykla (Coulthard 1969,
Lawton 1968, Dittmar 1976). Bent hefur verið á að Bernstein hafi
ekki sýnt fram á að um tvenns konar málfar sé að ræða. Ég tel að
þetta sé réttmæt gagnrýni svo langt sem hún nær. Benda má á það
að ef kenning Bernsteins um tvenns konar mismunandi mállykla er
grandskoðuð, kemur í ljós að munurinn á mállyklunum tveimur er
(eða á að vera) eðlismunur en ekki magnmunur, eins og sagt var hér
að framan. Það er þess vegna vafasamt að draga ályktanir um mállykl-
ana tvo út frá upplýsingum um magneiningu. Ef við höldum því fram,
eins og Bernstein reyndar gerir, að það sé formgerð málsins sem skipti
öllu máli, þá verðum við að einangra einhverja þætti þessarar form-
gerðar og sýna fram á það að þeir einkenni þetta málfar. Þeir sem
gagnrvna Bernstein fyrir að sýna ekki fram á það að munurinn á mál-
fari hópanna tveggja sé nógu mikill til þess að réttlæta allt tal um
tvenns konar mállykla falla því í sömu gryfjuna og hann sjálfur gerir