Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 142
140
Þórólfur Þórlindsson
að umræddur munur á málfari byggist á tveimur ólíkum mállykium.
Ég held að það sé hægt á grundvelli athugana og kenninga Bernsteins
að tala um að málfar manna sé mismunandi ítarlegt. Hins vegar virðist
mér næsta ókleift að skipta málfari algerlega í tvennt eins og Bernstein
gerir. Þetta þýðir í reynd að hugmyndinni um tvo aðskiljanlega mál-
lykla er að mestu hafnað en því meiri áhersla lögð á það að greina
megi málfar út frá ákveðnum málbreytum þannig að það teljist mis-
jafnlega ítarlegt. Ég held einnig að athuganir Bernsteins gefi tilefni
til þess að kanna nánar samband stéttar og ítarlegs málfars út frá mál-
fræðilegum einkennum. Það hefur reyndar verið gert í nokkrum mæli,
einkum í enskumælandi löndum eins og Bretlandi, Bandaríkjunum og
Astralíu.
1.3 Málfar og jafnrétti til náms
Framan af þóttu hugmyndir Bernsteins róttækar mjög frá pólitísku
sjónarmiði (Bernstein 1971). Var litið svo á að staðhæfingar hans um
samband stéttar og málfars væru í anda kenninga Marx og að rann-
sóknir hans renndu stoðum undir þær hugmyndir að mál og hugsun
væru stéttbundin. A síðari árum hefur þó borið á því að Bernstein
hafi verið sakaður um íhaldssemi og hlutdrægni. Sagt hefur verið að
öll umfjöllun hans um mál sé byggð á sérsjónarmiðum bresku milli-
stéttarinnar. Þykir mönnum sem kenningar hans gefi í skyn að lágstétt-
armálið sé verra mál en millistéttarmálið og að Bernstein hafi tekið
málfar ákveðins málsamfélags, þ. e. bresku verkamannastéttarinnar,
og brennimerkt það sem einfaldara, óæðra, ófullkomnara málfar. Þeir
sem gengið hafa lengst í þessari gagnrýni (Labov 1972b, Coulthard
1969, Dittmar 1976) telja að kenningar Bernsteins beri öll einkenni
kenninga sem í umræðu um skólamál hafa verið kallaðar hörgulkenn-
ingar. Aðaleinkenni þessara kenninga er að lakari frammistaða tiltek-
ins þjóðernis eða félagshóps í skóla er skýrð með því að hann skorti
einhverja þá grundvallarhæfileika, t. d. greind eða málhæfni, sem þarf
til þess að ná árangri í skóla. Það er grundvallaratriði, að dómi þeirra
sem aðhyllast þessar hugmyndir, að bæta þurfi úr þessum skorti, t. d.
með sérstakri þjálfun viðkomandi einstaklinga. Fylgjendur hörgul-
kenningarinnar gefa sér venjulega að góð frammistaða í námi sé mikil-
væg og að ríkjandi námsmarkmið og aðferðir við námsmat séu í aðal-
atriðum góð og gild. Andstæðingar slíkra hörgulkenninga halda því