Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 143
Athugun á kenningum Basil Bernsteins 141
gjarnan fram að námsmarkmið og námsmat, umgengnisvenjur, málfar
í skólum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku sé Byggt á gildum milli-
stéttanna í þessum löndum og telja að í stað þess að skýra slakan
námsárangur með greindarskorti eða lítilli málhæfni, eða jafnvel lélegri
ástundun, sé marktækara að skýra misjafnan námsárangur ólíkra þjóð-
félagshópa með því ,,að skólinn sé sem stofnun sniðin að menningu
forréttindahópa og mælistikurnar sem hann beitir séu undirokuðum
hópum til trafala“ (Gísli Pálsson 1979.) Mér virðist það vera umdeilan-
legt hvort kenningar Bernsteins falli undir hörgulkenningar eins og
þeim hefur verið lýst hér að framan. í fljótu bragði virðist Bernstein
að því leyti dæmigerður áhangandi hörgulkenninga að hann gefur sé
millistéttina bresku sem viðmið og reynir síðan að skýra verri árangur
lágstéttarinnar í því að ná markmiðum millistéttarinnar með þeim
mismun sem hann telur sig finna á málfari þessara tveggja hópa. Hann
reynir að skýra misjafnan námsárangur ólíkra þjóðfélagshópa með
málfari. Hann gengur út frá málfari millistéttarinnar og sjónarmiðum
hennar um skipulag og markmið skólans. Síðan reynir hann að skýra
það hvers vegna börn úr verkamannastétt ná ekki árangri í skólanámi
og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé vegna málsins sem þau alast
upp við og tala. Bernstein virðist gefa sér að ítarlegt málfar, þ. e. a. s.
málfar millistéttarinnar, sé betra en mál verkamannastéttarinnaj;.
Þetta atriði er reyndar fremur óljóst í skrifum hans. Hann telur þó
tvímælalaust að sé miðað við tjáningu með orðum eingöngu, sé ítarlegt
málfar betur fallið til þess að flytja á ljósan og skýran hátt boð milli
einstaklinga. Hins vega segir hann ekki að það sé neitt betra að flytja
boð milli manna með hjálp orða einvörðungu. Það er athyglisvert í
þessu sambandi að Bernstein jafnar ekki ítarlegu málfari við rétt mál.
Þvert á móti tekur hann einmitt fram að þeir drengir sem höfðu ítar-
legt málfar gerðu meira af málfræðilegum villum en þeir sem höfðu
knappt málfar (Bernstein 1962a, b, Wolfgang Edelstein 1966). Á það
má einnig benda að Bernstein greinir á við fylgjendur hörgulkenning-
anna um ýmis mikilvæg atriði. Ein af grundvallarforsendum hörgul-
kenninga þeirra sem taka til málhæfni er sú að þær setja samasemmerki
milli máls og hugsunar. Lélegt málfar og léleg greind fara saman (sjá
t. d. hjá Gísla Pálssyni 1979 og 1981). Mér virðist Bernstein ekki gefa
sér að munurinn á ítarlegu og knöppu málfari feli í sér mun á almennri
greind. Eins og fram hefur komið hér að framan er það ein af megin-
forsendum greiningar Bernsteins á sambandi stéttar og málfars að