Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 148
146 Þórólfur Þórlindsson
fornafna er óljós í kenningum Bernsteins, var þessi breyta ekki notuð
sem einkenni á ítarlegu málfari. í sambandi við úttekt þá sem gerð
var á fjölda sagnorða í heildarfjölda orða var athugað sérstaklega hlut-
fall samsettra sagna í heildarorðafjölda (Tafla 1,4). Þetta var gert
vegna þess að grunur lék á því að þetta hlutfall gæti verið vísbending
um það hversu ítarlegt málfarið væri.
í Töflu I má sjá fylgni milli þeirra málfarseinkenna sem nú hafa
verið talin.
Áður en lengra er haldið er rétt að gera sér grein fyrir fylgninni
milli mismunandi einkenna ítarlegs málfars. Þetta er meðal annars
mikilvægt með tilliti til réttmætis hugtaksins „ítarlegt málfar“. Ef hug-
takið er réttmætt, þá ætti að vera töluverð fylgni milli breytanna sem
mæla það. Með öðrum orðum, líta má ofantalin málfarseinkenni sem
mismunandi aðferðir við það að mæla ítarlegt málfar. Fylgnina milli
þessara málfarseinkenna má því skoða sem vitnisburð um réttmæti
mælingarinnar á ítarlegu málfari.
Ef að líkum lætur, þá ætti að vera neikvæð fylgni milli málbreytu
1 í Töflu I (no./orðafjöldi) og málbreytu 3 (so./orðafjöldi). Eins og
sjá má á töflunni, þá er engin marktæk fylgni milli þessara tveggja
breyta og því ekki að sjá að þær breytur mæli andstæð einkenni sama
fyrirbæris.
Á sama hátt ætti að vera neikvæð fylgni milli málbreytu 1 og mál-
breytu 8 (hlutfall aukasetninga í heildarsetningafjölda). Eins og sést
á Töflu I, þá er fylgnin 0.29 milli málbreytu 1 og málbreytu 8. Þótt
þessi fylgni sé mjög vel marktæk (p c.001), þá er hún ekki mjög
sterk.6
Ef hlutfall sagnorða í heildarorðafjölda (breyta 3) og hlutfall auka-
setninga í orðafjölda (breyta 8) eru hvort um sig mælikvarði á ítarlegt
málfar, eins og Bernstein heldur fram, þá ætti að vera jákvæð fylgni
milli þessara tveggja breyta. Á sama hátt ætti að vera jákvæð fylgni
milli breytu 6 (so./no.) og breytu 9 (aukasetn./aðalsetn.), breytu 3
og breytu 9. Eins og sjá má á Töflu I, er fylgnin milli breytu 3 og
breytu 8 0.23, fylgnin milli breytu 6 og breytu 8 er 0.43, breytu 6
og breytu 9 0.31 og breytu 3 og breytu 9 0.12. Allar þessar fylgnitölur
6 í þessu sambandi er rétt að benda á að fylgni getur verið marktæk þótt hún sé
tiltölulega veik. Marktæknipróf segja okkur ekkert um það hversu sterkt sambandið
milli tveggja breyta er. Á hinn bóginn segir fylgnistuðullinn okkur til um hversu sterkt
sambandið er.