Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 149
147
Athugun á kenningum Basil Bernsteins
eru marktækar við U.OOl-markið og allar eru þær jákvæðar. Þannig
styðja þessir útreikningar kenningar Bernsteins um tengsl þessara
einkenna ítarlegs málfars í aðalatriðum. Þó er rétt að hafa í huga að
þessar niðurstöður eru fremur veikur vitnisburður um skyldleika þess-
ara breyta.
Að lokum er rétt að líta á það hvernig hlutfall hliðstæðra lýsingar-
orða í heildarorðafjölda tengist öðrum málfarsbreytum. Bernstein
heldur því fram að mikil notkun lýsingarorða sé merki um ítarlegt
málfar. Sé þetta rétt, þá ætti að vera neikvæð fylgni milli málbreytu
1 og málbreytu 5, jákvæð fylgni málbreytu 5 við breytur 3, 6, 8 og
9. Eins og sést af Töflu I, þá er fylgnin milli málbreytu 5 og málbreytu
1 -0.15. Þessi fylgni, sem er marktæk við 0.01-markið, er þó svo
lítil að varla er hægt að telja hana veigamikinn vitnisburð um þá
staðhæfingu að þessar tvær málbreytur mæli andstæða einkunn sama
fyrirbæris. Fylgni málbreytu 5 við málbreytur 3, 6 og 8 er 0.42, 0.54
og 0.30 og fylgnistuðlarnir eru marktækir við 0.001-markið. Hins vegar
er fylgnin milli málbreytu 5 og málbreytu 9 ekki marktæk við 0.05-
markið. Þegar á heildina er litið, þá virðist mér sem rétt sé að túlka
þessar niðurstöður sem stuðning við staðhæfingar Bernsteins um það
að málbreyta 5 sé eitt einkenni ítarlegs málfars. Það er þó rétt að
hafa það í huga að umræddar niðurstöður eru á engan hátt ótvíræð-
ar.
Það er ljóst af því sem að framan er sagt að fylgnin milli málbreyt-
anna sjö, sem mæla eiga ítarlegt málfar (sbr. (7) hér að framan), styð-
ur í grófum dráttum þá meginstaðhæfingu Bernsteins og samstarfs-
manna hans að þessar breytur mæli sama fyrirbærið, þ. e. ítarlegt
málfar. Hins vegar er það jafn augljóst að vitnisburðurinn um skyld-
leika umræddra málbreyta er fremur veikur. Það er einnig nauðsynlegt
að hafa í huga þegar samband þessara breyta er skoðað að tvær þeirra,
breytur 6 og 9, eru nánast endurtekningar á breytum 1, 2, 7 og 8.
Breyta 6 er nánast tilraun til þess að draga saman þær upplýsingar
sem koma fram í málbreytum 1 og 3. Á sama hátt má segja að breyta
9 sé tilraun til þess að draga saman þær upplýsingar sem koma fram
1 breytum 7 og 8. Með þetta í huga virðist mér að þessar tvær breytur,
usamt málbreytu 5, ættu að gefa haldgóðar upplýsingar um það hversu
itarlegt tiltekið málfar sé. Þess vegna hef ég lagt þessar þrjár breytur
saman og gefið þeim heitið ítarlegt málfar. Þetta er fyrst og
fremst gert til hægðarauka. Þess hefur verið gætt við alla úrvinnslu