Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 158
156
Þórólfur Þórlindsson
á landi. Það virðist hljóma heldur sennilega, a. m. k. við fyrstu sýn,
að stéttaskipting hér á Islandi sé með þeim hætti að hún tengist ekki
ítarlegu málfari. Stuðningsmenn Bernsteins kynnu því að segja að
kenningar hans ættu ekki við á íslandi, vegna þess að félagsskipan
væri hér með öðru móti en í Bretlandi. Ef grannt er skoðað, kemur
fljótt í ljós að þetta er langt frá því að vera fullnægjandi skýring á
því hvers vegna kenningar Bernsteins eiga ekki við hér á íslandi. Ef
kenningar Bernsteins væru réttar að öðru leyti en því að félagsskipun
á Islandi væri með öðru móti en í Bretlandi og þess vegna ekkert
samband milli stéttar og málfars, þá ætti samt sem áður að vera fylgni
milli ítarlegs málfars og námsárangurs og milli ítarlegs málfars og mál-
greindar. Eins og við höfum séð, er þetta ekki svo. Engin fylgni er
milli ítarlegs málfars og námsárangurs, hvorki þegar skoðuð er fylgnin
milli ítarlegs málfars og aðaleinkunnar né einkunnar í íslensku eða
einkunnar í erlendum málum. Þetta virðist benda til þess að hugmynd-
in um ítarlegt málfar, eins og hún er skilgreind út frá málfræðilegum
einkennum, hafi ekkert gildi við íslenskar aðstæður, þ. e. a. s. ítarlegt
málfar skilgreint á þennan umrædda hátt tengist ekki neinum þeirra
þátta sem spáð er fyrir um samkvæmt kenningum Bernsteins. Hér
virðist því óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugmyndin um ítar-
legt málfar, eins og hún hefur verið skilgreind út frá málfræðilegum
einkennum, hafi ekkert raungildi fyrir okkur íslendinga.
Það er reyndar hugsanlegt að eðli og gerð íslensks máls sé allt annað
en enskunnar og að þeir mælikvarðar sem notaðir hafa verið til þess
að mæla ítarlegt málfar á ensku eigi alls ekki við um íslenskuna. Tján-
ingarhæfni íslenskunnar gæti byggst á öðrum málfarseinkennum en
þeim sem greind hafa verið í erlendum málum, eins og t. d. ensku.
Guðmundur Finnbogason (1933) bendir á þrjú atriði sem hann telur
að liggi til grundvallar tjáningarhæfni íslenskunnar. Hann segir:
íslenskan er fjölbreytt. Fyrst og fremst af því, að orðaforðinn er
svo mikill, að oftast má velja um ýmis orð, eftir því, hvaða blæ
hugsunarinnar á að láta í ljós, en sama orðið hefur oft margar
merkingar, er gefa útsýn í ýmsar áttir um leið og það vekur þá
hugmynd, sem sambandið heimtar. Þar næst af því, að orðmyndir
cg beygingar eru margvíslegar, og loks af því, að orðum má oft
skipta á ýmsa vegu án þess að hugsun breytist, þó að stíllinn verði
(Guðmundur Finnbogason 1933:142-143)
annar.