Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 160
158
Þórólfur Þórlindsson
Heil orðasambönd — þeirra á meðal svo nefndar aukasetningar
— eru látin taka að sér sams konar hlutverk og þessir orðflokkar,
ef skortur er á orðum til þess að segja það, sem segja á.
(Halldór Halldórsson 1959:179-180)
I þessari ritgerð Halldórs, sem reyndar er andmælaræða hans við
doktorspróf Haraldar Matthíassonar í maí 1959, kemur enn fremur
fram sú skoðun að menn noti aukasetningar í ríkara mæli en ella þegar
þeir vilja láta bera á hinu röklega samhengi þess sem þeir segja. Minni
ástæða sé til þess að nota aukasetningar þegar um er að ræða frásögn
af atburðum. Þess vegna noti menn aukasetningar minna í frásagnar-
stíl heldur en í ræðum þar sem menn vilja leggja áherslu á röklegt
samhengi í málflutningi sínum. Halldór telur þessar hugmyndir vera
í samræmi við þær athuganir Haraldar Matthíassonar á málfari sem
lagðar eru til grundvallar í umræddri doktorsritgerð (Haraldur Matt-
híasson 1959). En ekki verður í fljótu bragði séð af hverju þetta ætti
að vera öðru vísi í íslensku en ensku. Mér virðist líka ólíklegt að þeir
mælikvarðar aðrir á ítarlegt málfar sem hér hafa verið notaðir, eins
og t. d. hlutfall sagnorða í heildarorðafjölda, hlutfall nafnorða í heild-
arorðafjölda eða heildarfjöldi sagnorða deildur með heildarfjölda
nafnorða, séu eitthvað verri mælikvarði á ítarlegt málfar í íslensku
en ensku. En það er annars ekki ætlun mín að reyna að fá einhvern
botn í það hver muni vera staða aukasetninga í íslensku máli né heldur
að gera einhvern samanburð á ensku og íslensku í þessu tilliti. Ég hygg,
að eins og þessar tilvitnanir sýna, hljóti slík umræða að verða nokkuð
í lausu lofti.
Rannsóknarniðurstöður þær sem hér hafa verið kynntar sýna að í
kenningum Bernsteins er ekki að finna þau svör um samspil máls og
samfélags sem vænta mátti. Málfar, mælt samkvæmt forskriftum
Bernsteins, segir ekki fyrir um námsárangur, hvað þá heldur að það
skýri það samband sem fundist hefur hér á landi og víða annars staðar
milli félagslegrar stöðu og námsárangurs. Skýringa á mismunandi
námsárangri ólíkra þjóðfélagshópa er að leita annars staðar (sjá t. d.
Þórólfur Þórlindsson og Sigurjón Björnsson 1979).
Málfar er heldur ekki stéttbundið á íslandi á þann hátt sem kenning-
ar Bernsteins segja fyrir um. Það þýðir auðvitað ekki að málfar geti
ekki verið stéttbundið á einhvern annan hátt. Það mál þarf auðvitað
að kanna gaumgæfilega áður en fyllyrðingum um það hvernig þessu