Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 163
Orð af orði
UM ÍSLENSK ASKHEITI
Lengi mun þaS hafa tíðkast með norrænum þjóðum og germönskum að
matarílát, stór sem smá, væru gerð úr tré, og raunar var því svo háttað
um marga búshluti aðra. Á íslandi var rekaviður mikið notaður til íláta-
smíða og slíkar smíðar einkum tíðkaðar í rekaplássum víða um land.
Vökvun, svo sem skyr, grauta og súpur, borðuðu menn úr tréöskum, og
hélst sá siður víða í sveitum langt fram á 19. öld, jafnvel fram um alda-
mót. Að vísu höfðu leirílát flust hingað til lands löngu fyrr, en það var
í litlum mæli og þau helst notuð af fyrirfólki á höfðingjasetrum og svo
síðar í kaupstöðum. Þá þekktist það á ríkisheimilum að til væri borð-
búnaður úr tini eða úr dýrum málmum, en slíkt var ekki til hversdags-
nota eða ætlað heimafólki almennt. En þegar kemur fram á 19. öld
eykst innflutningur á tiltölulega ódýrum leirvörum, og matarílát úr tré
eins og askar og skálar þoka þá um set.
Svo virðist sem íslenskir mataraskar hafi verið svipaðir að gerð.
Margir askar eru á Þjóðminjasafni, flestir frá 19. öld, örfáir ef til vill
eldri, eða frá 18. öld. Allir eru þessir askar líkir að lögun, en stærðar-
munur nokkur, og eru þó fáir litlir askar eða barnaaskar. Vísast hefur
þó verið smávegis munur á öskum eftir héruðum og askasmiðir tíðkað
einhver tilbrigði. Þórður Tómasson getur þess t. d. í Goðasteini (1. hefti
1965) að skaftfellskir askar hafi tíðast verið eineyrðir og með renndu
loki en hinir rangæsku tvíeyrðir og lokið útskorið. En lag aska virðist,
sem fyrr segir, hafa verið mjög svipað. Mér hafði t. d. komið í hug að
til hefðu verið askar með vör á hlið að framanverðu eða með smáskafti
eða handfangi aftan til, og þótti mér sem askaheiti gætu bent til þess.
En engin dæmi fann ég um slíka gerð aska í askasafni Þjóðminjasafns,
hvað sem fyrr hefur verið. Og skal nú vikið að askaheitum.
íslenskt mál V 11