Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 166
164
Orð af orði
hrúta)’ — og hugsanlega tengst fyrrgreindri orðsift. En hvað sem um
það er sýnist orð eins og kani fyrst og fremst eiga við lögun og merkja
eitthvað fram- eða uppstætt. Það er því ekki fjarri lagi að tengja það
við orð eins og kinn og kjanni, sbr. fe. cinn, fhþ. kinni ‘haka’, lat. gena
‘kinn’, og kné, gotn. kniu, lat. genu, gr. gonu ‘hné’ og gr. gönia ‘horn’
(ie. *‘gen-, *‘gon-, *‘gön-, *gn-, *‘gneu~). í Pokorny (1949-59) er
*‘genu- ‘hné, horn’ raunar slitið úr öllum tengslum við *‘genu- ‘haka,
kinn’; en tæpast sýnist næg ástæða til þess vegna forms eða merkingar,
því að bæði merkingin ‘hné, horn’ sem og ‘vangi, haka’ geta sem best
hafa æxlast af tákngildinu ‘bugur, beygja’.
Orðið kani er alltítt viðurnefni í fno., og telur Lind (1921) að merk-
ing þess þar sé ‘bátur’, en það er þó tæpast öruggt. Orðinu bregður og
fyrir á ísl. bæjarnafni, Kanastaðir, en óvíst er hvort þar er á ferð auk-
nefni manns eða átt er við einkenni í landslagi, sbr. haugnafnið Kani,
eða eitthvað annað.
kati
Kati ‘askur’. Elstu dæmi okkar um orðið kati í fyrrgreindri merkingu
eru frá 18. öld, og síðari heimildir greina frá því að orðið hafi tíðkast
eitthvað á Vestfjörðum og í Skaftafellssýslum. Orðið kati kemur einnig
fyrir í físl. og er þá haft um skip, sbr. og skipsheitið ketla í físl. nafna-
þulum og lþ. og holl. kat ‘skip’. Kati kemur einnig fyrir í ísl. örnefnum,
sbr. bæjarheitið Katanes (Strandahreppi, Borgarfirði), þar sem kati
merkir vísast skip, sbr. Caithness á N-Skotlandi. Vafasamara er um
merkingu orðsins í bæjarnafninu Katastaðir (Presthólahreppi, N-Þing-
eyjarsýslu), en þar er Kati líka nafn á stökum klettastandi í fjalli nærri
bænum.
Orðið kati er vísast ótengt lat. catinus ‘skál’ og tengsl við mlat. cata,
catta, gatta, catus ‘köttur, skip, vígvél’ (Falk 1912) lítt sennileg. Líkleg-
ast er að orðið sé af norrænum og germönskum toga og eigi skylt við
nno. kate k. ‘smástrákur’ (eiginlega stubbur e. þ. u. 1.) og katle k. ‘vað-
beygja’, sæ. máll. kate k. ‘barkarhnúskur á tré’ og katig ‘röskur, stífur,
óstýrilátur’ og e. t. v. einnig orkn. cat ‘e-ð smávaxið’. Sbr. einnig hljóð-
skiptamyndir eins og ísl. kóti ‘náungi, þrjótur’ og kóta so. (óp.) ‘bóla á,
standa upp úr straumeisunni (um dufl)’, nno. kötr ‘drengstúfur, smá-
fiskur’ og köta so. ‘gægjast upp, mæna’. Germ. *kat~, *kót- virðist