Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 167
Orð aj orði
165
merkja e-ð út- eða uppstætt — og merkingarvíxlan svipuð og í kani og
kóni. Um ie. ættingja þessara orða er allt á huldu, tengsl við fi. gadá
‘(kast)kylfa’ og pól. godzieba ‘trjástofn’ eru lítt sennileg, enda *gad-,
*god- ekki í samræmi við ráðandi hugmyndir um ie. rótagerð.
kóni
Kóni ‘askur’ virðist koma fyrir í físl., þ. e. a. s. í kenningu í vísu sem
eignuð er Birni Hítdælakappa, en er e. t. v. lítt eða ekki eldri en sagan.
En þar er maður kallaður kóna kneytir eða -knýtir og virðist merkja
þann sem heldur fast um mataraskinn sinn og er lastyrði um matgráð-
ugan mann, sbr. aðrar kenningar Bjarnar á sama manni, Þórði skáldi
Kolbeinssyni, svo sem mörva mýgir og cetna eyðir. Sumar útgáfur sög-
unnar hafa kvenna kneytir, en það styðst ekki við handrit. önnur dæmi
um kóni í merkingunni askur eru yngri, eða frá því um 1800 og síðar,
og virðist orðið helst hafa tíðkast norðanlands, og telja sumir heimildar-
menn að það eigi einkum við lítinn ask. En kóni er líka haft í annarri
merkingu, þ. e. um strákorm, náunga eða þorpara. Orðið kemur einnig
fyrir sem sérnafn á löngum og mjóum bát, og dæmi eru um það í nísl.
að víxlmyndin kónn sé höfð um fiskkóð og smákrakka. Af sama toga
og kóni eru vísast nno. köna so. og sæ. máll. kona so. ‘góna, mæna’,
sbr. svipaða merkingu í nno. kana so. og köta so., sjá kani og kati. Sömu
ættar og kóni er ísl. kœna kv. (<C*köniön) ‘smábátur, austurtrog’. Um
frekari ættfærslu sjá kani.
kúði
Kúði k. ‘lítill askur’. Elstu dæmi um kúði í þessari merkingu eru frá því
um 1700, og orðið virðist bundið mest við V-Skaftafellssýslu, en bregð-
ur líklega einnig fyrir á Vestfjörðum. Kúði k. skipsnafn kemur fyrir
í físl., sbr. örnefnið Kúðafljót, og er vísast af sama toga, en ekki tökuorð
úr írsku. Þá sýnist kvk.-orðið kúða koma fyrir sem viðurnefni í fornmáli.
í nýmálinu er kúði k. haft í margskonar merkingu, um lítinn meis, smá-
skál, þófinn vettling, kubbslegan mann eða strák, smávaxinn hrút eða
kálf. Orðið sýnist ekki eiga sér beina samsvörun í grannmálunum, en er
vafalaust skylt nno. kodd k. ‘eista’ og fe. kéoda k. ‘pyngja, skjóða’ og
mlþ. kiidel ‘taska’. í íslensku eru mörg orð þessarar ættar, svo sem
kvk.-orðið kúða, belgja kúðuna af gráti (um börn) (Jón Ólafsson Grunn-