Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 170
168
Orð af orði
einskonar smækkunarorð af þessum stofni. Tófa hafi þá upphaflega
merkt skott, síðan skotta, þ. e. sú með skottið, sbr. dratthali og langhala.
Hjá Ólafi Davíðssyni (1898) stendur á einum stað: Hún [konan] lét
ganga hettuna, smettuna, róuna, tóuna, rítuna, trítuna .. ., og gæti þessi
klausa e. t. v. stutt fyrrgreinda tilgátu um upphaflega merkingu orðsins
tófa. En hvað sem um það er, virðist eiginleg merking orðsins tœfill vera
‘skott’, og því kom mér til hugar að askheitið tæfill ætti við ask með
stuttu skafti aftan til. En svo virðist sem askar af þeirri gerð hafi ekki
tíðkast, a. m. k. ekki á síðari tímum, og kannski á nafngiftin við tiltölu-
lega stórar og útstæðar lokhjarir aftan til á litlum aski. Hitt kemur síður
til greina að tæfill merki aðeins lítinn ask án tillits til lögunar, sbr. tœfill
‘lambkægill’.
Svo sem fram hefur komið hér að framan virðast askar helst hafa
fengið heiti sín af efniviði, lögun eða rúmtaki. Hér hefur eingöngu verið
fjallað um samheiti á öskum, en til var það að askar hlytu eiginheiti eða
skírnarnöfn. Er þar til dæmis kaninn Matsœll, sem getið er um í Banda-
mannasögu, og til eru einnig eiginnöfn á öskum frá síðari tímum. En
hér verður ekki um það rætt, heldur botninn sleginn í þetta askaspjall,
sem þegar er orðið helst til langt.
A. BL. M.