Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 171
Orð af orði
169
beyla
Fyrir nokkrum misserum rakst ég á eitt dæmi um kvk. orðið berbeyla í
talmálssafni OH og er merkingin sögð vera ‘fatalaust ungbarn’. í orða-
bók Blöndals er til no. beyla í merkingunni ‘herðakistill’, en einnig í
merkingunni ‘líkami, einkum barns’. Einnig getur Blöndal þess að það
sé notað sem gæluorð um barn, og merkir það Árnessýslu (bls. 65). Það
þýðir að hann hafi einungis þekkt þá notkun þaðan. Blöndal þekkir
einnig orðið berbeyla (bls. 72) og merkir það Árnessýslu. Merkingin er
sögð vera hin sama og í kvlc.-orðinu berbeina ‘vissent, udgaaet Træ’ sem
hann hefur frá Birni Halldórssyni (1814:72). Á seðli OH um orðið
berbeyla er einnig tekið fram að það geti merkt ‘kalkvistur’.
Ég spurðist því fyrir um þetta orð í útvarpsþætti og fékk allmörg svör.
Úr Suður-Múlasýslu fengum við heimild um að orðið berbeyla væri
notað dálítið um krakka, sem voru að striplast, en ekki síður um skóg-
við sem búið væri að birkja. Úr Rangárvallasýslu bárust dæmi um orðið
beyla, og er það aðallega notað um horað barn, og lo. beylulegur um
veiklulega og föla krakka. Hlustandi af Skeiðum þekkir myndirnar
beyla, berbeyla og berbeina og segir þær notaðar um þann sem er magur
á búkinn, frekar um ungviði. í Árnessýslu er no. berbeyla einkum notað
um kalvið, en þó einnig um krangalegt barn, og eitt dæmi fengum við
frá Ölfusingi um orðið horbeyla sem notað er um illa framgengnar og
næstum ullarlausar kindur. Heimildarmaður af Ströndum þekkti aðeins
no. berbeina notað um kalkvist. Gat hann þess einnig að það væri notað
um horaða menn eða jafnvel hesta. í seðlasafni OH eru til nokkur dæmt
um orðið berbeina af prentuðum bókum, og flest eru þau gömul. Það
kemur t. d. þrisvar fyrir í Jarðabók Árna og Páls, þegar nefnt er, hvað
notað hafi verið til uppkveikju:
fornviði og berbeinur eru nýttar til eldingar
segir í lýsingu jarðar í Borgarfjarðarsýslu (Jarðabók IV:242). Hin tvö
dæmin eru úr Strandasýslu eins og dæmi heimildarmanns okkar. Gæti
það bent til að orðið lifi þar enn í mæltu máli. Enn eitt orð rakst ég á
í seðlasafninu í sömu merkingu, en það er kvk. orðið berbeingla, sem
kemur fyrir í bókinni Úr byggðum Borgarfjarðar. Þar er verið að lýsa
viðarkolagerð og segir svo:
Þegar farið var að skíðloga á hinum þurru stönglum, sem kallaðir