Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 172
170
Orð af orði
eru berbeinglur, var farið að raða reisikurlinu á logann. (Kristleifur
Þorsteinsson 1949:11,29).
Aðeins eitt svar barst við fyrirspurn minni um þessa orðmynd. Kom það
úr Borgarfirði og er sagt merkja ‘kalkvistur, grannholda kýr’.
Svo virðist sem merkingin ‘herðakistill’ sé ekki lengur notuð eins og
sjá má af ofangreindum dæmum. Sú merking kemur fyrir hjá Birr.i
Halldórssyni (1814:74), en ekki í orðabók Fritzners. Orðið beyla (og
gotn. ufbauljan ‘blása upp’) stendur í hljóðskiptum við þ. Beule, mhþ.
biule ‘kýli, kúla’, fsax. bUlia, (< vesturgerm. *búliön, ie. *bhu-l-). Da.
bule, sæ. bula ‘kúla’ eru tökuorð úr mhþ. (Kluge 1967:71). Erfitt er að
skýra, hvernig stendur á merkingunni ‘kalkvistur’ eða ‘veiklulegt barn’.
Líklegast tel ég að beyla ‘herðakistill’ hafi farið að merkja almennt eitt-
hvað, sem er hnúðótt eða hnýflótt. Myndin berbeyla ‘horað, krangalegt
barn’ sé þannig orðin til, en merkingin ‘kalkvistur’ fengin að láni frá
orðinu berbeina, sem sé upprunalegra.
G.K.
dóa
Annað orð, sem mér varð að umtalsefni í þættinum „íslenskt mál“, var
so. að dóa. Hún er oftast notuð í merkingunni ‘laga eitthvað, snyrta til’,
oftast með fylgiorðinu dl. í seðlasafni OH var aðeins eitt dæmi úr prent-
aðri heimild, en það var um ‘að gera að fiski’:
en við komum að með hlaðinn bátinn það snemma að búið var að
þvo hann og dóa til fyrir hádegi. (Þorsteinn Jónsson 1950:219).
Heldur meira var um heimildir í talmálssafni og fleiri bættust við sem
svör við fyrirspurnum mínum. Af Suður- og Vesturlandi höfum við tvö
dæmi um so. að dóa án fylgiorðs. í öðru var þess getið að band gat orðið
slæmt ef ullin var illa valin og illa dóuð (Rang.), en í hinu er talað um að
dóa föt ‘pressa, lagfæra föt’ (Borg.). Algengast er að tala um að dóa eitt-
hvað til ‘lagfæra, snyrta’, t. d. blóm, fatnað, prjónles eða annað þess
háttar. Dæmi fengum við einnig af sömu slóðum um að dóa sér ‘dunda
við eitthvað’, og úr Dalasýslu og Skagafirði um að dóa við eitthvað
‘dunda sér til gamans eða drepa tímann’. Einnig er talað um að eitthvað
dóist til, ef eitthvað fer að lagast aftur, t. d. skepna sem komist hefur í
vanhirðu eða hjá fólki, sem verið hefur í mikilli fátækt, en býr við batn-
andi kjör. Lo. dólegur er notað um eitthvað sem er fallegt eða vænt.