Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 173
171
Orð af orði
Aðeins eitt dæmi fengum við úr Árnessýslu um hvk. orðið dó notað um
að koma dói í eitthvað, helst um ungviði. Langflest dæmin eru eins og
áður er getið af Suður- og Vesturlandi, en þar sem við fengum einnig
nokkrar heimildir úr öðrum landshlutum er so. þekkt víðar.
í orðabók Blöndals er aðeins so. að dóast ‘braggast’ (bls. 135), en
ekki er hennar getið hjá Birni Halldórssyni og því líklegt að hún sé
fremur ung í málinu.
Dóa er skyld so. að duga, fe. déah, déag, fhþ. toug (þ. taugerí), gotn.
daug (< ie. *dheugh-) (Kluge 1967:773). Ekki er gott að sjá hvaðan
so. að dóa er komin í málið. Líklegast tel ég að um tökuorð sé að ræða,
hugsanlega úr ensku. Kemur þar helst til greina so. dow (frb. dö, dau)
1. ‘to have worth, value, validity’, 2. ‘to be able, capable’, 3. ‘to thrive
and prosper’ (Webster 1976:681).
Rétt er að geta að til er no. ódó ‘ótugt, ræfill’. Hvort hér er um að
ræða orð af sömu rót eða hliðarmynd af sömu rót og ótó, ótót, ótótlegur
verður ekki rætt að sinni.
G.K.
NOKKRAR SKAMMSTAFANIR
d. danska gr. gríska
fd. forndanska ie. indóevrópska, indóevrópskur
fe. fornenska ísl. íslenska, íslenskur
fhþ. fornháþýska lat. latína
fi. fornindverska mlat. miðlatína
físl. forníslenska mlþ. miðlágþýska
fno. fornnorska nhþ. nýháþýska
fsax. fornsaxneska nsæ. nýsænska
fsæ. fornsænska orkn. orkneyska
fær. færeyska pól. pólska
gd. gömul danska sæ. sænska
germ. germanska, germanskur sæ. máll. sænsk mállýska
gotn. gotneska þ. þýska
HEIMILDIR
Björn Halldórsson. 1814. Lexicon islandico-latino-danicum. Havniæ.
Falk, Hjalmar. 1912. Altnordisches Seewesen. WuS.
Fritzner=Fritzner, lohan. 1886-1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. /-///.
Kristiania.