Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 175
Flugur
Fáein orð um framgómun
Yfirleitt er talið að hljóðasambandið uppgómmælt lokhljóð ([kh] eða
[g]) + 1 (W) komi ekki fyrir í íslensku, því að lokhljóðin framgómist
alltaf í því umhverfi. Þegar ég var við framburðarathuganir í Skagafirði
sumarið 1980, komst ég þó að því að þetta er ekki rétt; frá því segir í
þessari flugu.
Sumt eldra fólk í Skagafirði, einkum austan vatna, hefur enn fram-
burðinn [haþði], [sagði], í stað [havði], [sayði], sem flestir hafa nú.
Þetta vissi ég fyrir; en hinu hafði ég aldrei tekið eftir, að a. m. k. í fram-
burði sumra fellur [ð] oft brott í slíkum samböndum. í orðum eins og
sagði standa þá /g/ og /i/ saman, og mætti þá búast við að /g/ fram-
gómaðist. Það gerist hins vegar ekki; framburðurinn er [sag:i], og
myndar því lágmarkspar við saggi [saj:i].
í fljótu bragði mætti ætla að þarna væru komin rök fyrir því að engin
virk framgómunarregla sé til í íslensku, en um það hefur mikið verið
ritað (sjá Anderson 1974, 1981; Oresnik 1977; Kristján Árnason 1978;
Wurzel 1980). En hægt er að bjarga framgómunarreglunni með því að
hafa raðaðar reglur:
(1) grunnform: #sag + ði# #sagg + i#
framgómun: — #saj: + i#
brottfall:
yfirborðsmynd:
#sag: + i#
[sag:i]
[saj:i]
Hér er gert ráð fyrir að framgómun verki á undan brottfallinu, og fái
ekki annað tækifæri; m. ö. o., að hún getur ekki framgómað lokhljóðið
eftir að [ð] fellur brott.
En reyndar er lýsingin hér að framan á því sem gerist þegar [ð] fellur
brott ekki alveg nákvæm. Þótt lokhljóðið í sagði framgómist vissulega
ekki, þá er það ekki heldur myndað eins ofarlega og t. d. lokhljóðið í
sagga (þf.); e. t. v. mætti hljóðrita það [sag’:i]. Það verður því ekki betur