Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 179
Flugur
177
2.
En hvað þá um orðin sem eru aðeins höfð í fleirtölu? Þeirra var getið
í upphafi þessa spjalls og þá var átt við orð eins og þessi:
(2) Mjaltir, snoðir, mæðgur, glöp,
mægðir, feðgar, kenjar,
börur, herðar, buxur, sköp,
birgðir, tengdir, menjar.
Ég sé ekki betur en það sé oft algjör tilviljun eða óregla, ef svo mætti
segja, að þessi orð og önnur slík eru aðeins höfð í fleirtölu (sjá líka hjá
Eiríki Rögnvaldssyni 1983). Þetta er bara svona. Um þessi orð gæti því
verið réttmætt og eðlilegt að segja að þau séu ekki til f eintölu. Það
er m. a. s. þannig með sum þeirra að maður á erfitt með að gera sér í
hugarlund hvernig þau ættu helst að vera í eintölu. Lesendur geta prófað
það sjálfir til gamans.
Hið sérkennilega háttalag þessara orða virðist sem sé vera hlutur sem
menn þurfa að læra sérstaklega — menn þurfa að læra þetta orð fyrir
orð, ef svo mætti segja. Þess vegna eru t. d. meiri líkur til að útlendingur
eða barn flaski á orðunum í vísu (2) en þeim sem talin voru í (1). Það
er m. ö. o. líklegra að útlendingur segi *ein bara (sbr. ein kerra) en að
hann segi *tvœr mjólkir eða eitthvað slíkt, ef hann veit hvað orðið
mjólk merkir. Vegna þessa þarf líka að taka það fram sérstaklega um
hvert orð á borð við þau sem talin eru í (2) að þar sé um fleirtöluorð
að ræða, en um orðin í (1) er hægt að gefa almennari reglur. Þetta
kemur fram í góðum málfræðibókum, kennslubókum og orðabókum og
ætti líka að hafa áhrif á það hvernig við tölum og hugsum um þessa
hluti þegar við erum í málvöndunarham.
RITASKRÁ
Eiríkur Rögnvaldsson. 1983. íslensk orðhlutafrœði. Fjölrit, Reykjavík.
Höskuldur Þráinsson
Háskóla íslands,
Reykjavík
íslenskt mál V 12