Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 184
182
Flugur
slík kykvendi ber sjaldan á góma. Þó er ekki víst að hin „analógiska"
mynd valva hafi endilega komið upp í máli þeirra sem ekki þekktu hina
eldri nefnifallsmynd. Ef ákveðnar myndir samræmast ekki málkennd
einhvers manns á hann erfiðara með að læra þær, þær vilja síður
„stimplast inn“. Hætt er við að 18. aldar íslendingum hafi þótt völva
skrýtin nefnifallsmynd og hún minnt þá á mismæli og barnamálsmyndir
á borð við *söga. Þeir hafa þá ósjálfrátt hneigst til að nota í staðinn
valva, sem þeim hefur þótt eðlilegri mynd, enda í samræmi við hið
almenna hljóðdreifingarmunstur, sem ríkjandi er í beygingu ö/i-stofna,
nefnilega að saman fari a í endingu og a í stofni og hins vegar u í end-
ingu og ö í stofni.
Myndin talva er til komin á svipaðan hátt. Aðstæður eru nú að því
leyti aðrar, að tölva hefur hina endurvöktu mynd völva til að styðjast
við. Á þessari tölvuöld er útilokað að þeir sem nota myndina talva hafi
almennt ekki heyrt hina opinberu mynd tölva. Útbreiðsla hinnar mynd-
arinnar sýnir hve hún á sér djúpar rætur í málkennd fólks.
Nú má ekki skilja mig sem svo, að ég vilji veg myndanna valva og
talva sem mestan. Ég get sjálfur ekki hugsað mér að nota þær myndir
og mundi frekar fagna því ef allir segðu tölva. Nútímaíslenska er að
miklu leyti „tilbúið“ mál eins og „menningarmál“ eru yfirleitt að meira
eða minna leyti, en ekki ávöxtur frjálsrar þróunar. Með málhreinsunar-
stefnu síðustu alda var málþróun undangenginna alda afturkölluð og
horfið aftur til fornmálsins í meira mæli en flestir gera sér grein fyrir.
Það á sjálfsagt eftir að koma betur í ljós þegar nánar hefur verið rann-
sökuð saga íslenskrar málhreinsunar og yfirleitt íslensk málsaga hinna
síðari alda. En hræddur er ég um að í baráttunni við myndina talva
muni málhreinsunarmenn ekki hafa erindi sem erfiði.
RITASKRÁ
Ásgeir Bl. Magnússon. 1959. Um framburðinn rd, gd, fd. íslenzk tunga 1:9-25.
Björn Halldórsson. 1814. Lexicon islandico-latino-danicum. Kaupmannahöfn.
Björn K. Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar
þeirra úr fornmálinu. Reykjavík.
Cleasby, Richard, og Guðbrandur Vigfússon. 1874. An lcelandic-English Diction-
ary. Oxford.
Guðmundur Andrésson. 1683. Lexicon islandicum. Kaupmannahöfn.
Höskuldur Þráinsson. 1982. Bölvuð talvan. íslenskt mál 4:293-294.