Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 185
Flugur 183
Jón Árnason. 1954-1961. íslenzkar þjóðsögur og œvintýri. Ný útgáfa. Árni Böðv-
arsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík.
Noreen, Adolf. 1923. Altnordische Grammatik I. Altislandische und altnorwegische
Grammatik (Laut- und Flexionslehre). Vierte vollstándig umgearbeitete Auf-
lage. Halle (Saale).
Kjartan G. Ottósson
Bárugötu 15,
Reykjavík
Vestfirska frá Birni M. Ólsen
Halldór Ármann Sigurðsson (1982) fjallar í síðasta hefti þessa tímarits
um framburðinn d í stað þ í upphafi áherslurýrra orða í vestfirsku.
Dregur hann fram í dagsljósið nýlega segulbandsupptöku þar sem þessi
framburður kemur fram, en bendir líka á fleygar setningar sem hafðar
eru eftir látnum Dýrfirðingum.
Um þennan framburð eru nokkur dæmi í vasabókum Björns M.
Ólsen, sem hann hefur skráð í ýmsan fróðleik um orðafar, beygingar-
myndir og framburð á ferðum sínum um landið á síðustu áratugum 19.
aldar. Þessar vasabækur, sem nú eru í vörslu Orðabókar Háskóla ís-
lands, voru notaðar við samningu orðabókar Sigfúsar Blöndals. Hins
vegar hefur ekki verið safnað skipulega saman upplýsingum úr þeim um
hljóðfræði og beygingafræði, enda ekkert áhlaupaverk.
Ég rakst á dæmi um þennan framburð í vasabókunum nú nýlega og
hef síðan leitað lauslega í þeim bókanna þar sem Björn fjallar helst um
vestfirsku, eftir tilvísun Ásgeirs Bl. Magnússonar. Afraksturinn varð sjö
dæmi, og eru þau merkt Vestfjörðum (Vf.), Dýrafirði (Df.) eða Arnar-
firði (Af.). Tvö dæmi eru ómerkt, en tvímælalaust vestfirsk. Fyrir af því
eru dæmi um avdí Afj. (bók merkt IV, bls. 46) og abdí Vf. (VIII, 22).
Annars fara „hljómendur“ næst á undan d-inu, m, r og /, en um hið
síðastnefnda hafði Halldór Ármann ekki dæmi. Dæmin eru: kómumdar
ómerkt, en sennilega úr Arnarfirði eða Dýrafirði (IV, 49), umdað Df.
(IV, 51), vardað ómerkt, en sennilega úr Dýrafirði (IV, 24), úrdeim
Afj. (IV, 28) og tildess Vf. (IV, 54).
Ég vil nota tækifærið til að minna á. hve mikið efni sem varðar ís-
lenska málsögu 19. aldar liggur illa aðgengilegt í ýmsum málfræðihand-