Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 187

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 187
Ritdómar Bruno Kress: Islandische Grammatik. VEB Verlag Enzyklopadie, Leip- zig, 1982. 307 bls. 1. Þessi nýja bók Bruno Kress um íslenska málfræði er mikið rit; 307 bls. í all- stóru broti og með fremur smáu letri. Fyrri hlutarnir tveir, Lautlehre og Form- enlehre, eru endurskoðun bókar höfundar Laut- und Formenlehre des Islándischen frá 1963; en seinasti hlutinn, Satzlehre, er nýr, og hefur höfundur safnað til hans geysimörgum dæmum úr bréfum, bókum, blöðum og tímaritum, að því er segir í formála (bls. 9). Meginhluti þessara rita er frá síðustu 20-30 árum, svo að dæmin ættu að gefa sæmilega hugmynd um íslenskt nútímamál; en galli er það vissulega að ekki skuli höfð meiri hliðsjón af talmáli. Þá hefði höfundur gjarna mátt hafa hliðsjón af nýrri verkum en eigin doktorsriti (1937) og beygingafræði Valtýs Guð- mundssonar (1922, sem heitir ekki Islandsk Nutidssprog eins og segir á bls. 9, heldur Islandsk Grammatik; hitt er undirtitill) við samningu fyrri kaflanna tveggja; en viðurkennt skal að þar er ekki um auðugan garð að gresja. Þarna nýtur höf. þó ítarlegs ritdóms Hreins Benediktssonar í íslenzkri tungu 6 (1965); hefur höf. farið eftir flestum athugasemdum og leiðbeiningum Hreins, og er það ótvírætt til bóta. En sitthvað hefur breyst í íslensku hljóðkerfi og beygingakerfi á síðustu 50-60 ár- um, þótt ekki sé um nein grundvallaratriði að ræða. Höfundur segir í formála að bókinni sé ekki fyrst og fremst ætlað að vera kennslubók, heldur lýsing nútímamáls. í samræmi við það inniheldur hún enga leskafla né æfingar. Hins vegar er ýmislegt í henni sem strangt tekið kemur nútíma- máli ekki við. Það mun þó með ráðum gert, því að höfundur bendir á (bls. 7) að áhugi margra á nútímaíslensku vakni við lestur fornmálsins, og því sé hentugt að halda svipaðri flokkun og í handbókum um forníslensku. En hvaða íslenska er það sem höfundur er að lýsa? Hann tekur skilmerkilega fram að framburður sé ekki eins um allt land, en segir að öll landfræðilega skilyrt framburðarafbrigði séu jafn rétthá (bls. 8); einnig að „Wie in der Aussprache, so ist auch fiir die Formenlehre keine Normative Grundlage gegeben". Samt segir hann að skipti á [i] fyrir [e] og [y] fyrir [ö] sé flámæli, „die keineswegs angenom- men werden sollte“ (bls. 20 og 21). Einnig segir hann (bls. 134) að ráða geti „falsch- lich“ haft þt. réði, sem ég held að sé mun algengari í nútímamáli en réð. Það er erfitt að sjá hvers vegna þessi mynd er fordæmd, en ýmsar aðrar tvímyndir viður- kenndar. Sömuleiðis eru myndir eins og hellirar, liellrar í stað hellar kallaðar „falsche Formen" (bls. 59).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.