Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Qupperneq 194
192
Ritdómar
áleiðis (sjá Stefán Einarsson 1949:84-86). Draga hefði mátt líkindi 1. flokks veikra
sagna við þær sterku betur fram. Þá þyrfti að nefna (bls. 142) stýfðan boðhátt
(Jarð, kond, sjá Oresnik 1980), og benda á að ef neitun fylgir er mjög oft notaður
nh. í stað bh.: ekki fara. Þar sem fjallað er um miðmyndina (bls. 145) hefði mátt
leggja meiri áherslu á að það er tiltölulega sjaldan sem hægt er að líta á hana sem
beygingarmynd af germyndinni, og oft er merkingin gerólík, eins og parið fara :
farast sýnir vel.
Hlýja (bls. 118), ydda (bls. 120) og dúa (bls. 123) eru nú yfirleitt beygðar eftir
4. flokki; lúra og glóa (bls. 125) hins vegar ekki. Sagt er (bls. 126) að 2. pers. et.
nt. fh. sterkra sagna sem enda á -x sé endingarlaus; ég veit ekki nema menn segi
þú vext, rétt eins og þú óxt í þt. (bls. 133).
Nokkrar villur eru í upptalningu viðtengingarháttar þátíðar á bls. 139. Vh. þt.
af sá er varla sceði; af flá varla flœði; af þvo þvœgi, síður þvœði; af þiggja þœgi
ekki síður en þœði.
Á bls. 141 er myndin ullum (í stað ollum) af valda nefnd, innan sviga að vísu,
en án athugasemda. Ekki hefði verið síður ástæða til að nefna (bls. 137) 1. pers.
ég vill, svo og formin munið/skulið í stað munuð/skuluð, og bh. keyptu af kaupa.
Hins er þó skylt að geta, að fátæklegar heimildir munu um þessi atriði á prenti,
en höf. fjarri landinu og þar með talmálinu.
4.
Setningafræðin er að mörgu leyti merkasti kafli bókarinnar, enda mest nýnæmi
að henni. Kaflinn er líka mikill að vöxtum; til samanburðar má nefna, að lesmálið
í honum einum er svipað og í allri setningafræði Jakobs Jóh. Smára (1920), og þar
við bætist umfjöllun um ýmis setningafræðileg atriði á víð og dreif í beygingafræði-
kaflanum.
í setningafræðikaflanum er mestu púðri eytt á notkun greinis (12 bls.), fallstjórn
forsetninga (24 bls.) og sagna (13 bls.) og tegundir aukasetninga (25 bls.). I öllum
þessum köflum er safnað saman mörgum dæmum og miklum fróðleik, en hætt er
við að mörgum reynist erfitt að greina þar sauðina frá höfrunum. Hið almenna og
hið einstaka stendur þar oft hlið við hlið, án þess að gerð sé nægileg grein fyrir
muninum. í öllum ofannefndum meginköflum skortir það helst að dregin séu fram
meginatriðin. Ég skal nefna hér tvö dæmi.
Sögnum sem taka þolfalls- og þágufallsandlag er skipt í tvennt; „Verben des
Bringens, Gebens und Mitteilens (portativen Verben)" (bls. 210), t. d. gefa, og
„Aktionen des Nehmens (detraktiven Verben)" (bls. 211), t. d. svipta. Síðan er sagt
að hjá þeim síðarnefndu sé röðin þgf. + þf., þegar „der bewegte Pol“ (þolfallið) sé
hlutur; en öfug, ef hann er persóna. En hér kemur ekki fram það sem er megin-
atriði, og gildir fyrir allar tegundir tveggja andlaga sagna; að ef annað andlagið
vísar til persónu (eða lifandi veru yfirleitt), þá stendur það á undan í eðlilegri orða-
röð (gefa e-m e-ð, svipta e-n e-u, lofa e-m e-u, þiðja e-n e-s o. s. frv.).
Þar sem fjallað er um forsetninguna með er skilmerkilega greint frá því að hún
stjórni ýmist þolfalli eða þágufalli, og nefnd ýmis dæmi um hvort tveggja, og þeim
skipt í undirflokka. Hins vegar er hvergi dreginn nógu vel fram sá munur á notkun