Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 204
202
Ritdómar
Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson. 1982.
Orðabók um slangur slettur bannorð og annað utangarðsmál. Svart á
hvítu, Reykjavík. xvi +160 bls.
Fyrsta íslenska slangurorðabókin leit dagsins ljós fyrir jólin 1982. Útkoma hennar
er nokkurt fagnaðarefni bæði fyrir hinn almenna málnotanda og málfræðinga því
hér er komin aðgengilegri heimild um tiltekin svið málsins en áður var völ á,
skýringar á merkingu u. þ. b. 4000 slangurorða auk nokkurra upplýsinga um form-
leg einkenni þeirra og notkun. Ekki er ætlunin að skrifa hér eiginlegan ritdóm um
bókina, öllu heldur að kynna efni hennar og velta aðeins vöngum yfir þeim mögu-
leikum sem hún gefur við athuganir á íslensku slangri og íslensku nútímamáli.
Bókin skiptist í inngang (vii-xvi) þar sem m. a. er að finna formála höfunda
og gagnlega ritaskrá um helstu greinar sem til eru um íslenskt slangur auk nokk-
urra erlendra slangurorðabóka, orðasafn (1-145) og viðauka (147-160) með
skrá yfir íslensk hljómsveitanöfn ca 1960-82 og nokkrum auðum síðum sem les-
endur eru hvattir til að fylla með slanguryrðum sem þeir þekkja en vantar í bókina
og þeir beðnir að senda höfundum upplýsingar um slíkar viðbætur. Felst vonandi
í þessu fyrirheit um endurnýjun bókarinnar áður en langt um líður því slangrið
tekur líklega meiri og hraðari breytingum en önnur svið málsins. Bókin er prýdd
fjölda teikninga eftir þá Grétar Reynisson og Guðmund Thoroddsen. Myndirnar
tengjast einstökum orðum og orðasamböndum og eru bæði ætlaðar til gagns og
gamans — og hefði raunar mátt leggja meiri áherslu á hið fyrrtalda og hafa fleiri
eiginlegar skýringarmyndir í bókinni (án þess að maður vilji sjá af hinum).
í formála gera höfundar grein fyrir tilurð bókarinnar og efni hennar, fjalla um
ýmis vandamál í sambandi við orðaval sem um leið tengjast skilgreiningu á hug-
takinu slangur. Jafnframt gefa þeir lauslegt yfirlit um nokkur einkenni íslensks
slangurs, einkum með tilliti til orðmyndunar. Aðföngum má skipta í þrennt. I
fyrsta lagi hafa höfundar fengið aðgang að eldri, óprentuðum orðasöfnum og
skrifum um slangur, þ. á m. safni sem Elías Mar dró saman fyrir ritun skáldsög-
unnar Vögguvísu (útg. 1950) og ritgerðum menntaskólanema. f öðru lagi voru
orðtekin ýmis ritverk frá síðustu áratugum, skáldsögur, ljóð, dægurlagatextar, dag-
blöð o. fl. Loks var svo stuðst við munnlegar heimildir. Auk þess sem kalla mætti
almennt slangur, þ. e. orð og orðasambönd sem ekki eru bundin neinum sérstökum
hópi málnotenda (nema þá e. t. v. tilteknum aldursflokki), eru í bókinni orð af
fjórum sérsviðum og eru þau auðkennd sérstaklega. Þetta eru orð úr máli sjó-
manna, tónlistarmanna, einkum rokktónlistarmanna, íþróttafólks og orð tengd
ólöglegum fíkniefnum og neyslu þeirra. Má ætla að málfar þessara hópa sé ríkara
að slanguryrðum og/eða áhrifameira og líklegra til eftirbreytni en mál ýmissa
annarra félagshópa.
Skilgreining höfunda á slangri felur m. a. í sér eftirfarandi: 1) Það er oft tengt
ákveðnum hópum. 2) Það nýtur ekki viðurkenningar sem „gott“ mál. 3) Það er
talmál og einkum notað við óformlegar aðstæður. 4) Það er tískufyrirbrigði, með