Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 205

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 205
Ritdómar 203 tímanum hverfa sum slanguryrðin en önnur verða hluti af daglegu máli. Þessi atriði lúta öll að því umhverfi og aðstæðum sem slanguryrðin þrífast við en erfiðara er að henda reiður á eðli og einkennum þeirra sjálfra enda um býsna fjölskrúðugan orðaforða að ræða. f málsamfélagi eins og því íslenska þar sem erlend tökuorð og slettur njóta takmarkaðrar viðurkenningar og eru helst ekki notuð í ritmáli, þó mörg hver séu algeng í daglegu tali fólks, er erfitt að draga mörkin milli slangurs og slettna. Orðabókin ber merki þessara óglöggu skila eins og heiti hennar vitnar um. Margar sletturnar í bókinni eru raunar slangurkyns og ættaðar úr slangri ná- grannamálanna en aðrar eru fyrst og fremst þangað komnar fyrir þá sök að vera talmálsorð og má þar nefna so. steinka (t. d. þvott) og túpera (hár). Eins og höf- undar benda á ættu slík orð fremur heima í orðabók um tökuorð en slangur en þar sem slík bók er enn ekki til og orð af þessu tagi eiga ekki greiðan aðgang að almennum orðabókum (túpera er reyndar í Orðabók Menningarsjóðs) getur ekki talist óeðlilegt að leyfa þeim að fljóta með í bókinni. Ymis orð af sérsviðunum fjórum, einkum tökuorð og slettur, geta heldur tæplega talist slanguryrði í strang- asta skilningi, s. s. nöfn á tækjum og tólum, aðferðum, efnum o. fl., en þó er fengur að þeim þar sem aðrar heimildir skortir í mörgum tilvikum. Þótt slettur séu fyrir- ferðarmiklar í bókinni er fjarri sanni að slangrið sé allt af erlendum toga spunnið. Skemmtilegasti hluti þess er einmitt sá heimasmíðaði því orðin og sú merking sem í þau er lögð bera vitni um þanþol málsins og lýsa mörg hver miklu hugviti og fjörugu ímyndunarafli. Auk raunverulegra nýyrða, samsettra og afleiddra, er þarna um að ræða tökuþýðingar, aðlögun erlendra orða, oft með e. k. „alþýðuskýring- um“, og endurtúlkun gamalla orða, e. k. merkingarfærslu, sem fær orðunum nýja merkingu í slangri. Sem dæmi um tökuþýðingar má taka enska Io. stoned sem verður t. d. steingerður, steinrunninn, grýttur. Þegar efnið marihuana er kallað Maríanna eða María Jóna og bifreið af gerðinni Albion er kölluð albjdni ber það svip af alþýðuskýringum. Endurtúlkun sú sem minnst var á felst t. d. í því að orðin ringulreið og flokkadrœttir fá slangurmerkinguna „grúppusex" og að vinnufélagar af latara tagi eru kallaðir Frímann, Símon eða Skreppur. Eiginleg orðmyndun er hversdagslegri og meðal algengustu viðskeyta eru -rí (peningarí), -heit (töffheit), -ó (Orðó, púkó) og -ari (frónari, flipparí), — a. m. k. hið síðastnefnda er vitaskuld ekki bundið slangri einu. Þessi viðskeyti eru notuð jafnt til að mynda orð af ís- lenskum stofni og af erlendum slettum. Eina orðmyndunarleið nefna höfundar þó sem vert er að gefa gaum að og er hún bæði séríslensk og afar þjóðleg, e. k. kenn- ingar: ballarbeit ( = kvennafar), grýlugagn ( = karlmaður). í orðasafninu eru auk orðsins sjálfs og skýringa á merkingu þess gefnar algeng- ustu málfræðiupplýsingar, orðflokkur og kyn nafnorða. Víða eru gefin dæmi um notkun orðanna og má jafnframt fá ítarlegri upplýsingar um beygingu þeirra af þeim. Hefði gjarnan mátt vera talsvert meira af slíkum dæmum, helst með hverju orði, og hefði það aukið gildi bókarinnar sem dæmasafns við málfræðirannsóknir en auðvitað líka tafið útkomu hennar. Hins vegar mætti hafa þetta í huga ef hún verður endurskoðuð og gefin út aftur. Þar sem framburður verður ekki sýndur með rithætti eru upplýsingar um hann og í mörgum tilvikum er getið um uppruna tökuorða og slettna ef hann er kunnur. Skýringar orðanna eru yfirleitt greinargóðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.