Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 207
Frá íslenska málfræðifélaginu
Aðalfundur íslenska málfræðifélagsins var haldinn 30. nóvember 1982.
í stjórn voru kjörnir: Kristján Árnason, formaður, Jón Friðjónsson,
gjaldkeri, Eiríkur Rögnvaldsson, ritari, Höskuldur Þráinsson, ritstjóri,
og Jón Hilmar Jónsson, meðstjómandi. Auk stjórnarkjörsins var sett á
fót Orðanefnd málfræðifélagsins, sem skyldi gangast fyrir söfnun ís-
lenskra málfræðiheita með útgáfu orðasafns í huga. í orðanefndina voru
kjörnir Svavar Sigmundsson, Jón Hilmar Jónsson og Eiríkur Rögn-
valdsson. Er þegar hafin söfnun orða í samvinnu við Máltölvun Háskól-
ans og íslenska málnefnd.
Að venju hefur Málfræðifélagið gengist fyrir fundum og fyrirlestrum,
og nú stundum í samvinnu við Heimspekideild Háskólans.
Á fyrsta fundinum gerði Helgi Bernódusson grein fyrir rannsóknum
sínum í sambandi við kandídatsverkefni sitt, og nefndist erindi hans:
Ópersónulegar setningar í íslensku.
Annar fundur félagsins var haldinn 13. apríl. Þar flutti Cynthia Allen
frá Australian National University fyrirlestur á vegum félagsins og
Heimspekideildar. Fór hann fram á ensku og nefndist: The syntax of
Prepositions in Two Rule Classes in Old English og fjallaði einkum um
flutning nafnliða úr forsetningarlið og hegðun forsetninga í því sam-
bandi.
Þann 28. apríl flutti Avery Andrews lektor í málvísindum við Aust-
ralian National University fyrirlestur á vegum Málfræðifélagsins og
Heimspekideildar, er nefndist: A Lexical Theory of the Middle Voice in
Icelandic. Lagði hann áherslu á það að miðmynd í íslensku væri orð-
myndunarfyrirbrigði frekar en beyging.
Þann 16. maí flutti Stig Eliasson dósent í málvísindum við Uppsala-
háskóla á vegum Heimspekideildar og Málfræðifélagsins. Ræddi hann
um keðjubreytingar í sœnska sérhljóðakerfinu og orsakir þeirra. Hann
talaði á sænsku.