Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 12
10 ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
gegnir um þá affra, sem rita um íslenzkt mál fram um micíja 19. öld;
þeir drepa aldrei á þetta atriði.
1.22. Ýmsir kynnu því að vilja álykta sem svo, að cf-framburður-
inn hljóti að vera ungur og hafi naumast látið nokkuð á sér bæra
fyrr en á seinni hluta síðustu aldar. En slík ályktun er reyndar mjög
hæpin. í fyrsta lagi er það harla ósennilegt hljóðsögulega, að fram-
burður af þessu tagi hafi komið upp í skyndingu, enda bendir flest
til þess, að hann hafi þegar verið í rénun og á undanhaldi, er hans
er fyrst getið. í annan stað er þess að gæta, að eldri mállýsingum
íslenzkum verður naumast treyst til fulls í þessum efnum. Flestum
þeim, sem á liðnum öldum fjölluðu um íslenzka tungu, var fornmálið
svo ríkt í huga, að það skyggði á máleinkenni samtímans, bókstafur-
inn ríkti tíðast yfir hljóðinu, stafsetningin yfir framburðinum, og
þeir, sem rituðu um framburð íslenzkra bókstafa, voru stundum
komnir aftur í rúnaristur fyrr en þá varði. Að vísu eru til einstaka
undantekningar í þessum efnum, en oftast var afstaðan þessi, og hélzt
svo í ýmsum atriðum langt fram á 19. öld. Og víst er slík afstaða
bæði skiljanleg og eðlileg, þegar litið er á þátt fornra bókmennta og
tungu í frelsisbaráttu þjóðarinnar og það stig, sem almenn málvís-
indi stóðu á um þessar mundir. En af þessu leiddi m. a., að lýsingar
á málfari samtímans urðu allgloppóttar. Skal ég geta þess til dæmis,
að ekki er til, svo mér sé kunnugt, nein rituð umsögn um linmælið
sunnlenzka allt fram yfir miðja 19. öld. Linmælið er þó vafalaust
miklu eldra, enda þykir mér sem finna megi merki þess í rithætti ein-
stakra orða allt aftur á miðja 18. öld a. m. k., þótt naumast hafi það
verið orðið mjög útbreitt þá. Líku máli gegnir um flámælið svo-
nefnda; þess er hvergi getið í heimildum, en ýmislegt bendir þó til
þess, að það sé líka farið að láta á sér bæra þegar á 18. öld.3 Rétt er
3 Mér þykir reyndar sennilegt, að nnkkurt samband sé á milli þessara fyrir-
bæra beggja, linmælis og flámælis, og séu þau með nokkrum hætti síðborinn
ávöxtur af hljóðdvalarbreytingunni, sem lauk hér á landi, víðast hvar, á 16. öld.
Misvægi í sérhljóðakerfinu og arftekin víxlan lokhljóða og önghljóða í inn-
stöðu hefur svo stutt enn frekar að þessari þróun. Hef ég vikið litillega að
þessu efni í útvarpsþáttunum um íslenzkt mál.