Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 13
UM FRAMBURÐINN RD, GD, FD
11
og að geta þess varðandi framburðinn rd, gd og fd, að ð var ekki
notað í íslenzku ritmáli frá því seint á fjórtándu öld og fram yfir
1800.4 Og naumast hefur verið farið að nota ð hér ahnennt í skrift
fyrr en um miðja 19. öld. Auk þess hefur á-framburðurinn vafalítið
aldrei verið ríkjandi, hvað þá einráður, á neinum meiriháttar svæð-
um á landinu. Ef til vill á þetta hvorltveggja einhvern þátt í því, að
þeir, sem rita um íslenzkt mál á 17., 18. og allt fram um miðja 19.
öld, geta hans ekki.
2.0. Ég hef jafnan verið vantrúaður á, að J-framburðurinn væri
ungt fyrirbæri, m. a. af þeim ástæðum, sem að framan greinir. Þó
þótti mér það enn ólíklegra, eftir að ég hafði lesið vasabækur þær, er
próf. Björn M. Ólsen reit á ferðum sínum um landið á siðustu ára-
tugum 19. aldar.5 En þær geyma margháttaðan fróðleik um orða-
forða málsins, beygingamyndir og framburð. Síðan tók ég að spyrj-
ast nokkuð fyrir um rf-framburðinn í útvarpsþáttunum um íslenzkt
mál. Barst mér þá ýmiskonar vitneskja og öll á þann veg, að mér
þótti auðsætt, að þessi framburður væri engan veginn nýtilkominn.
Og skal nú vikið nánar að þessum atriðum.
2.11. Björn M. Ólsen ræðir lítt um sérkenni eða afbrigði J-fram-
burðarins eða útbreiðslu hans og tíðni á sjálfum Vestfjarðakjálkan-
um og hefur sjálfsagt ekki þótt tiltökumál, þótt hann fyndist þar
víðast hvar. Hann getur þess þó m. a. að í Prestbakkasókn í Hrúta-
firði segi einslaka menn [gjerijl], [saqdi] og [hav(li]. Hann nefnir
4 Sjá t. d. Bjöm K. Þórólfsson, „Nokkur orð um íslenzkt skriftletur," Lands-
bókasajn íslands; Árbók 1948—49 (V.—VI. ár; Reykjavík 1950), 130. —
Fyrsta íslenzka ritið, sem prentað var með S, kom reyndar út fyrir aldamótin
1800, en það var Njáluútgúja Ó. Ólavíusar, sem prentuð var i Kaupmannahöfn
1772. Á öndverðri 19. öld koma svo ýmsar bækur og tímarit, eins og Sýnisbók
Rasks, Fornmannasagnaútgáfa Rafns, Skírnir (frá 1827) og Lestrarkver Rasks
handa heldri manna börnum o. s. frv. Hinsvegar var ð ekki notað í bókum, sem
prentaðar voru bérlendis fyrr en eftir 1844, er prentsmiðjan hafði verið flutt til
Reykjavíkur og fengið latneskt letur.
0 Vasabækur próf. Björns M. Ólsens eru geymdar með seðlasafni orðabókar
Sigfúsar Blöndals í vinnustofu Orðabókar Háskóla íslands.