Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 19
UM FRAM BURÐINN RD, GD, FD
17
milli d-framburðarins á þessum aögreindu svæðum? Getur það ver-
ið, að þessi sameinkenni í framburði þeirra séu einungis árangur af
hliðstæðri þróun, sem ef til vill hafi gerzt á ólíkum tíma? Ég held
ekki. í fyrsta lagi er það heldur ólíklegt að öðru jöfnu, að hliðstæð
þróun af þessu tagi eigi sér stað óháð og tengslalaust á þremur að-
skildum svæðum. En auk þess er svo hitt, sem meira er um vert, að
hliðstæð þróun á sér að jafnaði samskonar eða svipaðar orsakir, er
ávöxtur af almennri áráttu eða tilhneigingu í málkerfinu sjálfu.
Hljóðbreytingin rð, gð, fð > rd, gd, fd væri hinsvegar einangrað
fyrirbæri í hljóðþróun síðustu alda, og ekki er liægt að benda á neina
hliðstæðu frá þeim tímum, sem vitni um tilhneigingu málsins í svip-
aða átt.
Mér sýnist auðsætt, að bæði tengsl og hliðstæð (en ekki óháð)
þróun eigi sinn þátt í útbreiðslu d-framburðarins, en það hefur ekki
gerzt á síðari öldum. Allar líkur hníga að því, að þessi framburður
hafi komið fyrst upp vestanlands. Þar er tíðni hans mest, útbreiðslu-
svæðið stærst og samfelldast — auk þess sem tvívörungsframburður-
inn [þ<J, <pt*‘] sýnist vitna um háan aldur. D-framburðurinn hefur
síðan breiðzt út norður og austur um land og suður á bóginn. Og
hann hefur breiðzt út af því, að jarðvegurinn var góður, samhljóða-
kerfi málsins á þeim tíma hefur boðið breytingunni heim. Að vísu
eru engar minjar um d-framburðinn sunnanlands, og líklega hefur
hann ekki náð þar verulegri fótfestu og hörfað og horfið tiltölulega
snemma. Og sjálfsagt hefur hann hvergi orðið ráðandi, en stungið
sér niður á víð og dreif, mismunandi þétt. En honum tekst ekki að
sigra, sóknarlotan fjarar út, hann hörfar eða hverfur í þéttbýlustu
byggðunum, þar sem samgöngur eru beztar og mannaferð mest, en
helzt á nokkrum tiltölulega afskekktum svæðum. Þannig verður tíð-
um ferill hlj óðbreytinga, sem ryðja sér til rúms og ná ekki að sigra.
Og ef við lítum á útbreiðslusvæði d-framburðarins — öll í senn —,
virðist myndin staðfesta þetta. Þau minna á leifar af sokknu megin-
landi. Vestanlands, á upphafssvæði sínu, er d-framburðurinn að
mestu horfinn nema á tiltölulega einangruðu svæði eins og Vest-
fjörðum, og norðanlands og austan eru hans nokkrar minjar í af-
ISLENZK TUNGA
2