Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 21
UM FRAMBURÐINN RD, GD, FD
19
þannig var það líka borið fram í fornu máli. Að vísu mun / snemma
hafa orðið tannvaramælt, á milli sérhljóða til dæmis, en hefur vafa-
lítið haldizt sem tvívörungur í ákveðnum hljóðasamböndum fram
undir 1400 a. m. k. Hljóðbreytingin If, rj > Ib, rb verður t. d. stór-
um skiljanlegri, ef / hefur þá yfirleitt verið tvívaramælt á eftir l og
r.11 Vel má vera, að það hafi einnig varðveitt tvívörungseðli sitt á
undan 8, einhversstaðar á Iandinu a. m. k., og þannig orðið undirrót
[[3^1]-afbrigðisins í /d-framburðinum vestfirzka, en það framburðar-
afbrigði virðist gamalt. Ef þetta skyldi reynast rétt, benti það til
þess, að /d-framburðurinn væri ekki öllu yngri en frá því í kringum
1400.
4.0. Ég hef nú reynt að færa að því nokkrar almennar líkur og
röksemdir, að (/-framburðurinn eigi upptök sín aftur á 14. öld. Hitt
er öllu erfiðara að benda á einstakar orðmyndir eða dæmi þessu til
staðfestingar, af þeim sökum sem nú skal greina. Bókstafurinn ð
hefur átt nokkuð slitróttan feril í íslenzku stafrófi. Fram um 1200
notuðu menn þ til að tákna ð-hljóðið, en svo var bókstafurinn 8 tek-
inn upp og var notaður í handritum fram yfir miðja 14. öld.12 En
þá hættu menn að nota 8 og tóku að rita d í staðinn, og hélzt sú rit-
11 Ef [lþ, rþl er runnið frá (1/?, ry81, ættu jiau orð, sem höfðu upphaflegt
Iw eða rw í stofni (eins og t. d. mölva, bölva, Sölvi, örva, gervi, njörva o. s. frv.)
ekki að hafa fengið Ib, rb; enda hef ég ekki fundið nein örugg dæmi þess.
Mannsnafnið Narfi er að vísu oft ritað Narbi, en sumir hafa talið, að það væri
orðið til úr *narwan. Það er þó öldungis óvíst og kemur reyndar illa heim við
stofnsérhljóð orðsins í íslenzku. Annars mun upprunalegt w á eftir l og r hafa
verið orðið tannvaramælt, [lv, rv], á 14. öld og reyndar alllöngu fyrr, og upphaf-
legt //, rj hefur ]iá sennilega verið borið fram ýmist sem [1/3, r/3] eða [lv, rv]
og því ekki með öllu fyrir að synja, að hlöndun eða víxlan hafi átt sér stað og
einstaka orð með upphaflegu liv, rw í stofni þannig fengið Ib, rb.
12 Sjá D. A. Seip, Palœografi; Norgc og Island (Nordisk Kultur, XXVIII:B;
Stockholm, Oslo og Kpbenhavn 1954), 44—45 og 92. — Reyndar er farið að
rugla saman Ö og d í ýmsum handritum á öndverðri 14. öld. Menn rita þá oft
ýmist ð eða d í innstöðu og auðvitað stundum ]>. Þá er það og til, að S sé
notað í stað d í upphafi orða eða fyrst í síðari lið samsetts orðs. Kemur t. d.
fyrir, að ritað er barSagi og skirSagr, og minnir það á vestfirzka framburðinn