Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 25
UM FRAMBURÐINN RD, GD, FD
23
(torð-), og með því að y-ið í seinni lið hafði lengzt, hafa menn hyllzt
til að skipta orðinu í atkvæði á nýjan hátt, tor-dýfill, og þá tengt
síðari liðinn við so. að dýfa. Fyrri lið hafa menn svo stundum sett í
samband við forskeytið tor- eða þá torj, n., svo sem pappírshandrit
Heiðrekssögu vottar. Minnir þetta á hljóðþróun orðsins úlf-úð, sem
varð úlb-úð, er If breyttist í Ib, og síðan úl-búð (oft ritað úlfbúð) og
tengt við búð, f., og so. að búa, einkum eftir að samkvætt Ib tók að
hverfa úr málinu.
4.22. Sunnanlands er líka til framburðarmyndin tortýfill, og mætti
ætla, að þar væri aðeins um tilviljunarkennda afbökun að ræða.
Ýmislegt bendir þó til, að svo sé ekki. Minnzt hefur verið hér að
framan á breytinguna Ij, rf y>lb, rb í orðum eins og Jcylfa : kylba,
orf : orb o. s. frv. Þessi hljóðbreyting hófst, sem fyrr greinir,10 á
14. öld eða fyrr, en mun hafa verið svo til aldauða í málinu víðast
hvar, er komið var fram undir 1800.20 Líklega hefur þessí fram-
burður haldizt einna lengst sumstaðar vestanlands, og þá einkum á
Vestfjörðum, og má m. a. ráða það af ummælum Eggerts Olafsson-
ar.21 I orðabók Björns Halldórssonar koma fyrir orðin gilbrur, fpl.,
,bugður‘, og gilbróttr, en einnig gilprur og gilpróttr í sömu merk-
ingu.22 Þessi orð höfðu reyndar upphaflega / í stofni, sbr. gilfróttr
í Orðabók Jóns frá Grunnavík og að ganga gylfrum í fornu máli.
En hvernig stendur þá á hljóðbreytingunni gilbrur > gilprur?
Mér sýnist auðsætt, að hún stafi frá þeim tíma, þegar lb-rb-fram-
10 Sjá bls. 18.
20 Dreifðar leifar fi-rfc-framburðarins geymast þó á einstaka stað langt fram
á 19. öld. Guðbrandur Vigfússon getur þess t. d. í formála sínum að Eyrbyggju
(Eyrbyggja saga, herausgeg. von Guðbrandur Vigfússon (Leipzig 1864), XLV),
að bann hafi heyrt þennan framburð í æsku sinni vestur í Dölum. Og Björn M.
Ólsen nefnir í vasabókum sínum eitt dæmi þessa framburðar norðan úr Svarf-
aðardal, sjálbrí fyrir sjáljri.
21 í „Réttritabók" hans, handrit í Lbs. 2003, 4to. — Sjá Árni Böðvarsson,
„Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ólafssonar," Shímir, CXXV (Reykjavík
1951), 171.
22 Lexicon islandico-latino-danicum Biörnonis Haldorsonii (Havniæ 1814), I,
282—283.