Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 77
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
75
Nokkurn hluta þessarar ritgerðar samdi Jón frá Grunnavík á yngri
árum sínum, og um hann kemst Jón prófessor Helgason svo að orði
í doktorsritgerð sinni um Jón::!
En í heild sinni ber hann með sjer, að Jón hefur unnið með
alúð að samningunni, og ef hann hefði þá þegar hreinritað
þessa kafla í rjettri röð og bætt við því, sem á vantaði, myndi
hafa skapazt bók, sem hefði verið líkleg til töluverðra áhrifa
á stafsetningu samtíðarmanna og að mörgu fremur til bóta en
lýta.
Ekki er ástæða til að rekja nákvæmlega efni stafsetningarritgerðar
Jóns frá Grunnavík, þar sem áhrifa hennar gætti næsta lítið. Þó
þykir mér hlýða að víkja að nokkrum atriðum, enda er þetta fyrsta
tilraun til að koma á ákveðinni stafsetningu. Styðst ég að sjálfsögðu
við áðurnefnda doktorsritgerð Jóns Helgasonar.
í upphafi tekur Jón frá Grunnavík fram, að stafsetning sé reist á
þremur atriðum: „1. á hinna gömlu aðferð, sem finst í þeirra forn-
um bókum, 2. orðanna uppruna rökum og 3. daglegum framburði,
ásamt lærðra manna siðvenju á vorum tímum.“4 Svo segir Jón
prófessor Helgason (s. st.):
Síðan leitast Jón við að miðla málum milli þessara þriggja
aðilja, og verður úrskurður hans á þá leið, að hvergi skuli
vikið frá almennum vana, nema hann sje berlega rangur, en í
þeim atriðum, þar sem menn skrifa sitt á hvað, t. d. um i og y,
skuli ritvenja fornra bóka og uppruni ráða.
Jón notar alltaf ie (je), enda vill hann taka þann rithátt upp nema
á eftir g og k. Aftur á móti minnist hann ekki á é. Hann hallast að
tvöföldun sérhljóða, eins og þá tiðkaðist í prentuðum bókum, en vill
hafa þá sainandregna, aa — á,w — ú. o. s. frv. Hann ritar ck, en ekki
kk og fer þar eftir venju. Ekki hvetur hann til að taka upp ð, þótt
hann þekki það vel úr fornum ritum. Hann skrifar pt, en ekki ft og
vitnar í fornan rithátt. Hann setur reglur um z, en telur þann staf
óþarfan.
3 Jón Ólafsson frá Grunnavík (Safn Fræðafjelagsins, V; Kaupmannahöfn
1926), 81. bls.
4 Sama rit, 75. bls.