Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 86
84
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
allir á eitt sáttir um stafsetninguna, þó oss komi vel saman um önnur
efni, er snerta rit vort“ (1.—2. bls.)- Enn segir hann (2. bls.):
Hitt þykir flestum ófært, að rita með öllu eins og talað er;
og þar sem fleiri eru saman i fjelagskap, þar verður afl að
ráða og atkvæðafjöldi. ... Eptir þessu er ekki annar kostur
fyrir höndum, enn hverfa aptur á hina breiðu slóð, eða rjett-
ara að segja, á þá villustigu, er liggja í ótal króka, hver innan
um annan, eins og fjárgötur.
Konráð bendir á allan þann rugling, sem sé á rithætti orða, svo að
sama orðið er ritað á marga vegu í sömu ritgerð. „Menn látast rita
eptir uppruna orðanna, en rita þó beint á móti honum, að minnsta
kosti í öðru hverju orði,“ eins og Konráð orðar það (2. bls.). Vegna
alls þessa ruglings var viðleitni Konráðs og félaga hans sprottin til
að koma á framburðarstafsetningu. En nú var Konráði orðið ljóst,
að engin mynd kæmist á þetta mál, fyrr en einhver lýsing á íslenzkri
tungu lægi fyrir.
Að endingu farast Konráði svo orð (3. bls.):
Sú stafsetning, sem nú tíðkast, ef hún er nokkur, er eins og
gamall bátur, lasinn og rifinn og ófær í allar ferðir; og fyrst
ekki tjáir að búa til nýjan bát, þá er ekki annað til ráða, enn
bæta þann gamla, eptir því sem föng eru á. Um þetta ættu
nokkrir af þeim að taka sig saman, sem helzt hafa hugsað
dálítið um mál vort, og bera síðan aðgjörðir sínar undir þá tvo
menn, sem allir vita, að eru sómi lands vors í kunnáttu á mál-
inu.
V
Konráð Gíslason efndi orð sín í sjöunda ári Fjölnis, því að hann
samdi ritreglur rétt fyrir 1850 og miðaði nú við uppruna að mestu
leyti. Ekki er víst, að þessi stafsetning Konráðs hefði orðið langlíf,
ef ekki hefði viljað svo til, að hún eignaðist mjög ötulan stuðnings-
mann. Var það Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari, sem var
íslenzkukennari Latínuskólans allan síðari helming 19. aldar eða um
50 ár. Halldór var einn þeirra, sem gekk í Fjölnisfélagið á síðustu