Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 104
102
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
reglu; hún fari stundum eftir framburði, stundum eftir uppruna, í
annan tíma ýmist eftir framburði eða uppruna og svo einnig eftir
„útliti ritaðs máls“ (2. bls.). Segir Björn m. a. (10. bls.):
Það er eins og þeir menn, sem hafa búið til þessar reglur,
hafi enga hugmind haft um, að stafsetningin á að vera hugs-
anamiðill firir alla alþíðu, ólærða jafnt og lærða; þeim verður
ekki að vegi að skoða, hvað helst af öllu þarf umbóta við í
rjettrituninni, þeir reina ekki að riðja brautina firir náms-
líðinn eða aljiíðu manna með því að kasta úr götunni verstu
ásteitingarsteinunum, y-unum og z-unni.
Álítur Björn þessa stafsetningu Jjví í rauninni kák eitt og í sumum
greinum jafnvel afturför frá skólastafsetningunni og segir (s. st.) :
Það er því sannfæring mín, að þessi bóla muni fljótt hjaðna,
J)ó að allmargir hafi í orði kveðnu gengið í þessi samtök, og þá
mun þessi tilraun blaðamannafjelagsins að koma einingu á
ritháttinn að eins verða til þess að auka Jiann rugling, sem er,
á íslenskri stafsetning, og það var J)ó ekki tilætlun blaðamann-
anna.
Þá víkur B. M. 0. að einstökum atriðum þessara nýju ritreglna og
bendir víða á ósamkvæmni. Að sjálfsögðu vill hann y-in og z-una feig
eins og 1889, og það eitt er svo nægjanlegt til þess, að hann getur
ekki aðhyllzt stafsetningu Blaðamannafélagsins. Þá finnst honum
næsta hlálegt að halda y-unum, en sleppa œ-inu. Samt telur hann
regluna um z-una enn verri, þar eð halda eigi henni, þar sem erfiðast
sé, en sleppa henni, þar sem enginn vandi sé að setja hana rétt, þ. e.
í miðmynd sagna.
Þá ræðir B. M. Ó. um hina margumtöluðu einföldunarreglu blaða-
mannastafsetningarinnar og bendir á, hversu óljóst hún sé orðuð og
ónákvæmt. Rekur hann mörg dæmi máli sínu til stuðnings, og hefur
sumt af því komið hér að framan í andmælum annarra manna.
B. M. Ó. álítur regluna um é fyrir je afturför frá skólaréttritun-
inni. Víkur hann í því sambandi að Konráði Gíslasyni og segir, að
hann hafi haldið áfram að rita je í nútíðarmáli allt til dauðadags;
hins vegar hafi hann hætt við að rita je í fornmáli og tekið aftur upp