Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 105
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR 103
é, enda aðeins um langt e-hljóð að ræða, en ekki je; því hafi H. Kr. F.
haft rétt fyrir sér um þetta atriði, en ekki blaðamennirnir.
B. M. Ó. segist vita, að blaðamönnunum, sem standi að þessum
nýmælum, hafi gengið gott eitt til með þeim. Hins vegar lízt honum
svo illa á þau, að hann vill „margfalt heldur aðhillast skólarjettritun-
ina óbreitta heldur enn þetta breitingakák“ (19. bls.).
Þá talaði H. Kr. F., og var efni ræðu hans hið sama og kom fram í
greinum hans í Dagskrá. Gerist þess því ekki þörf að fjölyrða hér um
þessa ræðu hans.
Auk ísafoldar og Nýju aldarinnar snerist Fjallkonan einnig til
fylgis við stafsetningu Blaðamannafélagsins. Ritstjóri og eigandi
hennar var Valdimar Ásmundsson. Var vissulega fengur í liðsinni
hans, því að hann hafði samið og gefið út ritreglur, sem komu í
mörgum útgáfum og voru þekktar og notaðar um land allt.
Árið 1900 kom út íslenzlc stajsetningarorðabók eftir Björn Jóns-
son ritstjóra. Samdi hann hana að tilhlutun Blaðamannafélagsins.
Var hún þess vegna liður í viðleitni félagsins til að festa stafsetningu
sína í sessi. Jafnframt átti þessi bók að taka af öll tvímæli um ritun
ýmissa orða, sem samþykkt félagsins hafði annaðhvort ekki minnzt
á eða reglurnar voru ekki nægilega skýlausar um. Var orðabók þessi
hið þarfasta verk, enda vel tekið af almenningi. Kom hún út í fjórum
útgáfum á næstu 20 árum.
En þrátt fyrir alla viðleitni Blaðamannafélagsins, reyndist B. M. Ó.
sannspár um gengi stafsetningar þess. í upphafi gerðust margir
fylgjandi henni, svo sem vikið hefur verið að, og voru margir þjóð-
kunnir menn í þeim hópi. En samt náði þessi stafsetning ekki þeirri
festu, sem aðstandendur hennar höfðu vænzt. Rikti því svipaður
glundroði áfram sem hingað til, og gat hver farið sína leið um staf-
setningu íslenzks ináls, ef honum svo sýndist.
Svo er að skilja ummæli Björns Jónssonar í formála fyrir annarri
útgáfu orðabókar hans 1906 sem landsstjórnin hafi þá þegar íhugað
að fyrirskipa stafsetningu blaðamanna í skólum, en þó með þeirri
brevtingu að rita je, en ekki é, og rita alls staðar 5 í stað z. Komst sú