Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 108
106 J ÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
ingin hafi ekki gengið nógu langt í þessum efnum, þar sem hún hélt
z í sumum samböndum.
Þá álítur Finnur réttast að rita breiðan sérhljóða á undan ng og
nk, t. d. lángur og laung o. s. frv., þar sem réttritunin yrði miklu
auðveldari við það og eins yrði þá hægara að kenna börnum lestur.
Finnur vill rita je, en ekki é. Á þann hátt fengist samræmi milli
orðmynda og ekki yrði þörf á undantekningarreglunni; eðlilegra
megi telja að rita sje en sé, þar eð j komi fram í öðrum myndum,
eins og sjá, sjáum o. s. frv.
Þá víkur F. J. að * og telur heppilegast að halda því sem tákni fyrir
k eða g -f- s. Þá vill hann láta rita ýmist / eða p á undan t eftir upp-
runa og er þar sömu skoðunar og 20 árum áður.
Þar eð ýmsir verulegir agnúar séu á reglunni um einfaldan sam-
hljóða á undan þriðja samhljóða og ekki yrði komizt hjá undan-
tekningum, telur Finnur hyggilegast að fara eftir uppruna og rita
tvöfaldan samhljóða, þar sem við á.
F. J. ræðir um fjölmargt fleira en hér verður nefnt, enda gerist
þess ekki bein þörf í þessu sambandi. Hann reynir með dæmum að
rökstyðja skoðanir sínar um rithátt einstakra hljóða og setur víða
lista yfir vandrituö orð og hvernig hann telji réttast að stafsetja þau.
Sr. Jóhannes L. L. Jóhannsson skrifaði ritdóm um kver Finns
Jónssonar í Skólablaðið 1911 og var í ýmsum greinum sammála, en
öðrum ekki, enda var hann í aöalatriöum fylgjandi stafsetningu
blaöamanna. Taldi sr. Jóhannes kverinu það einkum til gildis, hve
„rólega og hleypidómalaust“ sé rætt um þetta mál.40
Ekki voru allir samdóma sr. Jóhannesi um þetta atriði. A. m. k.
fær Finnur Jónsson þessa kveðju frá Birni Jónssyni í formála fyrir
þriðju útgáfu orðabókar hans 1912 (XV. bls.):
Annar yfirmálvitringur vor og stafsetningarfræðingur eigi
fyrirferðarminni hefir ráðist fyrir nokkurum árum (1909) í
heilli bók gegn Blaðamannaslafsetningunni með miklum remb-
ingi og þjósti. Það eru ósköpin öll, sem eftir þann mann (dr.
40 „Álit ...,“ SkólablaSið, 1911, 161,—165. bls.