Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 119
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
117
Þegar ritreglur Vöku eru hornar saman við stjórnarstafsetninguna
frá 1929, kemur í ljós, að þær eru næsta líkar. Því miður mun
greinargerð nefndarinnar frá 1924 fyrir stafsetningartillögum henn-
ar ekki hafa birzt opinberlega, eins og vænzt hafði verið. En sennilegt
er, að vikið hafi verið frá upphaflegum tillögum nefndarinnar, þar
sem auglýsingin frá 1929 fer aðrar leiðir en stafsetning Vöku. í
vafaatriðum áttu svo boðaðar ritreglur og stafsetningarorðabók að
skera úr um rithátt. Samdi Freysteinn Gunnarsson, núverandi skóla-
stjóri Kennaraskólans, þessar bækur, og komu þær út ári síðar.
Arið 1934 fengu barnaskólar undanþágu frá því að kenna z, og
hefur svo haldizt síðan, að svo miklu leyti sem það samrýmist
fræðslulögunum frá 1946.
Umræður hafa orðið nokkrar, síðan núgildandi stafsetning var
sett 1929, og hefur þar farið sem fyrr, að sitt sýnist hverjum, og
hefur kappið verið engu minna en oft áður. Ástæðulaust er að
rekja þetta allt hér. Einungis vil ég nefna það, að Helgi Hjörvar
skrifstofustjóri ritaði grein í SamtíSina 1934 og kom svo aftur að
þessum málum í Helgajelli 1942.50 Var hann andvígur stafsetning-
unni frá 1929. Ymsir urðu til þess að svara Helga, og spunnust því
nokkrar deilur um málið í blöðum og tímaritum.
Á árabilinu 1935 til 1950 var Björn Guðfinnsson prófessor lang-
svipmestur meðal íslenzkra málfræðinga. Naut hann sín þó aldrei
sem skyldi vegna langvinnra veikinda, en samt var starfsþrekið ótrú-
lega mikið. Lengst mun nafn hans lifa fyrir rannsóknir hans á fram-
burði íslendinga og áhuga á íslenzkri hljóðfræði. Um það efni fjall-
aði einmitt doktorsritgerð hans.51
Björn var einnig ötull kennari og strangur og lyfti á því sviði
Grettistaki. Var núgildandi slafsetningu mikill fengur í að fá í sveit
sína jafndugmikinn liðsmann og Björn var á leiðinni yfir örðugasta
hjallann. Fór brátt slíkt orð af kennslu hans og harðfylgi, að and-
B0 „Kínverska stafsetningin,“ Samtíðin, 1934, 1. h., 18.—21. bls., og 3. h.,
12.—17. hls. — „Eru Passíusálmarnir ortir á hollenzku?“ Helgafell, 1942,
266.-269. bls.
81 Mállýzkur I (Reykjavík 1946).