Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 149

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 149
RITFREGNIR 147 vegar er þegar ljóst, að þær starfsaðferðir, er rutt hafa sér til rúms á hinum sviðum málvísinda og byggðar eru, ekki fyrst og fremst á jákvæðum einkennum þeirra einda, sem greiningin leiðir til, heldur miklu fremur á neikvæðum ein- kennum þeirra, ]>eim greinarmun, sem gerður er á þeim, og afstöðu þeirra hverrar til annarrar, mun einnig í merkingafræði bera góðan árangur. Höf. ræðir nokk- uð um þetta og notar t. d. fræðiorð eins og „sem“, „semem“ og „allosem" um merkingareindir og afbrigði þeirra (hliðstætt „fon“, „fonem“ og „allofon“ o. s. frv.). Einnig ræðir hann í smáletursgrein nokkuð um greiningu semema í merkingarþætti („semantiske faktorer“, hliðstætt „fonem“ : „distinktive fak- torer“), en tilraunir hafa verið gerðar í þá átt, enda þótt mjög sé enn á byrj- unarstigi, og segir höf. því, að það, sem hann segi um þetta efni, sé „delvis & anse som en pr0vehallong“ (bls. 82). 5. kap. heitir „Morfofonemikk". Þetta orð (eða „morfofonologi", „morfono- logi“) hefur verið notað í allólíkum merkingum. Höf. notar það í þröngri mcrkingu, um svokallaða innri beygingu (eins og sérhljóðaskiptin í bók : bœkur, syngja : söng o. s. frv.). 6. kap., „Sprogtyper", fjallar um týpólógíska flokkttn mála, þ. e. flokkun eftir almennum einkennum í uppbyggingu þeirra. Mikill fjöldi dæma er alls staðar gefinn, einkum úr norsku (mest austur- norsku ríkismáli), en einnig úr öðrum málum, aðallega ensku. Síðari hluti hókarinnar hefst, eins og áður getur, á kafla um starfsaðferðir sögulegra málvísinda (7. kap.), þar sem höf. ræðir m. a. stuttlega um áhrif, er mál verða fyrir frá öðrum málum (tökuorð o. s. frv.), samanhurð mála og upp- runalegan skyldleika, mállýzkulandafræði o. fl. 8. kap. fjallar um flokkun tungumála eftir skyldleika í málaflokka og ættir. Er þar eðlilega nánust grein gerð fyrir indóevrópeísknm málum. Síðustu kaflar bókarinnar fjalla svo um breytingar á hverju hinna þriggja sviða málsins, fónemík, morfemík og semantík. Þannig fjallar 9. kap. um hljóð- breytingar („Lydendringer"); 10. og 11. kap. heita „Grammatiske endringer“ og „Endringer i ordforrád“ og svara saman til kaflans „Morfemikk" í fyrri hluta bókarinnar (en skiptingin í tvo kafla hér svarar til skiptingar morfema í málfræðileg og merkingarleg morfem). Síðasti kaflinn fjallar svo um merk- ingarbreytingar („Betydningsendringer"). Breytingarnar á liverju sviði eru flokkaðar eftir eðli sínu og að nokkru leyti í samræmi við þau sjónarmið, sem ráðandi voru f sýnkróníska hluta bókarinnar. Þannig eru hljóðbreytingar m. a. flokkaðar eftir áhrifum þeirra á fónemkerfið, hvort það helzt óbreytt, eða fónem falla saman eða ný myndast. Dæmi eru mörg og flest úr sögu germanskra mála. Bókinni lýkur síðan á ritverkaskrá og orðalista með tilvísunum. I hcnni eru tvö tungumálakort, Evrópu- og heimskort. Bókin er í heild mjög vel upp byggð og framsetning efnis öll framúrskarandi skýr, og er bókin því eins auðlæsileg og bók um sérfræðileg efni getur verið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.