Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 149
RITFREGNIR
147
vegar er þegar ljóst, að þær starfsaðferðir, er rutt hafa sér til rúms á hinum
sviðum málvísinda og byggðar eru, ekki fyrst og fremst á jákvæðum einkennum
þeirra einda, sem greiningin leiðir til, heldur miklu fremur á neikvæðum ein-
kennum þeirra, ]>eim greinarmun, sem gerður er á þeim, og afstöðu þeirra hverrar
til annarrar, mun einnig í merkingafræði bera góðan árangur. Höf. ræðir nokk-
uð um þetta og notar t. d. fræðiorð eins og „sem“, „semem“ og „allosem" um
merkingareindir og afbrigði þeirra (hliðstætt „fon“, „fonem“ og „allofon“
o. s. frv.). Einnig ræðir hann í smáletursgrein nokkuð um greiningu semema í
merkingarþætti („semantiske faktorer“, hliðstætt „fonem“ : „distinktive fak-
torer“), en tilraunir hafa verið gerðar í þá átt, enda þótt mjög sé enn á byrj-
unarstigi, og segir höf. því, að það, sem hann segi um þetta efni, sé „delvis &
anse som en pr0vehallong“ (bls. 82).
5. kap. heitir „Morfofonemikk". Þetta orð (eða „morfofonologi", „morfono-
logi“) hefur verið notað í allólíkum merkingum. Höf. notar það í þröngri
mcrkingu, um svokallaða innri beygingu (eins og sérhljóðaskiptin í bók : bœkur,
syngja : söng o. s. frv.). 6. kap., „Sprogtyper", fjallar um týpólógíska flokkttn
mála, þ. e. flokkun eftir almennum einkennum í uppbyggingu þeirra.
Mikill fjöldi dæma er alls staðar gefinn, einkum úr norsku (mest austur-
norsku ríkismáli), en einnig úr öðrum málum, aðallega ensku.
Síðari hluti hókarinnar hefst, eins og áður getur, á kafla um starfsaðferðir
sögulegra málvísinda (7. kap.), þar sem höf. ræðir m. a. stuttlega um áhrif, er
mál verða fyrir frá öðrum málum (tökuorð o. s. frv.), samanhurð mála og upp-
runalegan skyldleika, mállýzkulandafræði o. fl. 8. kap. fjallar um flokkun
tungumála eftir skyldleika í málaflokka og ættir. Er þar eðlilega nánust grein
gerð fyrir indóevrópeísknm málum.
Síðustu kaflar bókarinnar fjalla svo um breytingar á hverju hinna þriggja
sviða málsins, fónemík, morfemík og semantík. Þannig fjallar 9. kap. um hljóð-
breytingar („Lydendringer"); 10. og 11. kap. heita „Grammatiske endringer“
og „Endringer i ordforrád“ og svara saman til kaflans „Morfemikk" í fyrri
hluta bókarinnar (en skiptingin í tvo kafla hér svarar til skiptingar morfema í
málfræðileg og merkingarleg morfem). Síðasti kaflinn fjallar svo um merk-
ingarbreytingar („Betydningsendringer"). Breytingarnar á liverju sviði eru
flokkaðar eftir eðli sínu og að nokkru leyti í samræmi við þau sjónarmið, sem
ráðandi voru f sýnkróníska hluta bókarinnar. Þannig eru hljóðbreytingar m. a.
flokkaðar eftir áhrifum þeirra á fónemkerfið, hvort það helzt óbreytt, eða fónem
falla saman eða ný myndast. Dæmi eru mörg og flest úr sögu germanskra mála.
Bókinni lýkur síðan á ritverkaskrá og orðalista með tilvísunum. I hcnni eru
tvö tungumálakort, Evrópu- og heimskort.
Bókin er í heild mjög vel upp byggð og framsetning efnis öll framúrskarandi
skýr, og er bókin því eins auðlæsileg og bók um sérfræðileg efni getur verið.