Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 155
RITFREGNIR
153
jara hefur þar ekki hreyfingarmerkingu. llins vegar minnist höf. ekki á sam-
bandið fara með lýsingarhætti nútíðar af breytingarsögnum, t. d. jara vaxandi,
versnandi, batnandi. Um þetta samband eru dæmi a. m. k. frá 14. öld og ávallt
síðan, og væri fróðlegt að athuga hvort hugsanleg væru einliver tengsl milli
þessa sambands og jara með nafnh., en um það skal ekkert fullyrt að svo
stöddu.
Athyglisverðar eru athuganir höfundar á hliðskipun með jara og taka í stað
nafnháttar (í 8. kafla). Höf. sýnir fram á að hliðskipun er algeng í forníslenzku,
ekki aðeins við jara og fara til í hreyfingarmerkingu (t. d. fara þeir nú ok
leita hans, fóru þeir til ok leituSu um sœttir), heldur og við taka og taka til
(t. d. taka þeir nú síðan ok drekka, Flosi tók nú til ok sagði sgguna). Hefur
þetta ekki áður verið sýnt með jafnskýrum hætti um forníslenzku, og er næsta
þarflegt; að minnsta kosti ætti það að vera aðvörun til þeirra sem vilja leggja
mikið upp úr ruglingi á ok og at í fornu máli norsku og íslenzku (sjá einkum
athugasemdir höfundar á bls. 203—4). Höf. er mjög varkár í ályktunum um
þróunina, en hallast þó að því að hliðskipun geti verið mjög gömul, enda kemur
hún einnig fyrir í eldri málum (t. d. lat. ibo et cognoscam).
Mörg önnur atriði koma við sögu sem hér hafa ekki verið nefnd. Bókin er í
senn hin fróðlegasta og þarfasta íslenzkum málsrannsóknum, og er þakkarvert
að erlendur fræðimaður befur unnið slíkt starf í þágu íslenzkrar tungu.
JAKOB BENEDIKTSSON
Orðabók Háskóla íslands,
Reykjavík.
Jan de Vries. Altnordisches elymologisches Wörterbuch.
2.—6. hefti. E. J. Brill. Leiden 1957—59. Bls. 65—384.
Eg hef áður vikið nokkrum orðum að 1. hefti þessa rits.1 Höfundur hefur nú
sent frá sér fimm hefti til viðbótar, og taka ]>au yfir orðaforðann aftur í m.
Kostir bókarinnar eru svipaðir og áður: haganleg niðurskipan, hófleg lengd
einstakra greina og færðar til velflestar skýringar, er fram hafa komið á þeim
orðum, sem um ræðir. Þá grípur og höfundur stundum til þess ráðs að gera skrá
um rætur og rótarauka og láta fylgja einhverju orði hverrar ættar, og má það
vel auðvelda mönnum yfirsýn um stærð og innri tengsl einstakra orðsifta. En
annmarkarnir eru líka sömu og fyrr: tiltölulega lítil viðleitni til að gera upp á
niilli einstakra skýringa — og ónóg rök á stundum, bæði hljóðfræði- og merk-
1 Skírnir, CXXXI (1957), 236—241.