Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 157
RITFREGNIR
155
norsku, sbr. sæ. máll. dorg (n.), d0rje, lijalt. derg o. s. frv., sem liöfð eru um
kvistarusl, ruslahrúgu og úrgang ýmiskonar. Merkingin er sýnilega forn. Er
ekki ólíklegt, að so. dyrglast yjir sé naínleidd af orði af þessu tagi og hafi þá
upphaflega merkt ,að þekja(st) rusli1. Hitt er líka hugsanlegt, að dyrglast yfir
væri dregið beint af so. dyrgja í merkingunni ,að draga1 og liefði þá þýtt ,að
draga yfir’.
Nokkurs ruglings gætir hjá höfundi varðandi orðin hviSa (f.), hviSra (so.),
hvima (so.), hvína (so.) o. s. frv. Telur hann, að IwiSa og hviSra hafi aðeins
verið höfð um hraða hreyfingu og geti þvf ekki átt neitt skylt við so. hvína — og
heldur ekki við hvima fyrir merkingar sakir; hviSa og hviSra séu í ætt við io.
hvatur, af ie. rót *k"ed : *k"edh. En afbrigðið *k"edh af þessari rót er óþekkt,
hún merkti ekki hraða hreyfingu, heldur ,að stinga', og loks hafa hvorki hviSa
né hviSra upphaflegt e í stofni; hviSa ætti þá að heita *hviSja. Þar við bætist,
að þessi orð eru jafnframt höfð um hávaða, sbr. t. d. nísl. hviSra [,hrópa‘] upp
meS e-S (O. II.), hviSra (o: hvíslal e-u aS e-m. Líku máli gegnir um hvima,
hvimpinn og hvimsa, sbr. t. d. að nísl. so. hvomsa, sem er framburðarmynd af
hvimsa, merkir ,að falla með skell‘, og hvomp og hvompa í (JGrv.) er haft um
það, er eitthvað fellur með' skvamphljóði í vatn. Þessi orð hafa frá upphafi
táknað bæði hreyfingu og hávaða líkt og so. þjóta, og engin ástæða er til að
rengja sameiginlegt ætterni þeirra.
Ilöfundur efast alloft um eldri skýringar orða af merkingarlegum ástæðum
— ■ og stundum að raunalausu. Honum er t. d. mjög til efs, að físl. dúnn ,hópur‘
geti átt skylt við' so. duna, af því að dun í n. og sæ. máll. merki líka ,fisktorfa‘.
Því er til að svara, að fisktorfur eru ekki alltaf með öllu þyslausar, sbr. t. d.
nno. grim(n) (f.) ,fisktorfa, ftiglahópur og (drynjandi) brim‘. Auk þess má og
vel vera, að n. og sæ. orðið dun hafi þá fyrst verið liaft um fiskhópa í sjó, er
þysmerkingin hafði týnzt úr orðinu. Þá þykir höfundi vafasamt, að so. dúsa
,halda kyrru fyrir* og dúsa ,þjóta, duna‘ geti verið skyld orð, með því að merk-
ingarnar séu öldungis andstæðar. Víst má það vekja nokkrar grunsemdir, en úr
slíkum efnum verður aldrei skorið almennt, lieldur í hverju einstöku tilviki.
Andstæðar merkingar skyldra eða samsvarandi orða hljóta að eiga sér nokkra
rót í eldri merkingu orðstofnsins og hafa kvíslazt þaðan í ólíkar áttir. Frumrót
sú, *dheu, sem orð þessi eru frá runnin, hefur t. d. getið af sér ýmis slík and-
stæð merkingartilbrigði, svo sem ísl. doji : þ. toben ,æða‘, ísl. doSi : fi. dhurfhi-
,ær, villtur1 o. s. frv. Orðrót, sem merkir t. d. í upphafi ,að blása eð'a anda‘,
getur kvíslazt á ýmsan veg, að því er merkingu varðar, t. d. ,anda, blása* >
,anda hægt‘ > ,hvílast‘ > ,nióka‘, eða ,anda‘ > ,hvæsa‘ > ,þjóta‘ > ,æða‘ >
,duna‘ o. s. frv., og ráða aðstæður ferlinum. Líklegt þykir mér, að andstæðar
merkingar so. dúsa hafi þróazt eitthvað á þessa lund, þ. e. a. s. ef so. dúsa í
Oddrúnargráti merkir í raun og veru ,að duna‘. Nísl. so. dusa virðist geyma enn