Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 159
RITFREGNIR
157
að saraa skapi frjóar fyrir málvísindin, enda erfitt að marka jieim svo bás, að
þær færi ekki út veldi sitt á kostnað sögnlegra rannsókna og vísindalegra starfs-
aðferða.
Eg lief vikið hér að nokkrum þáttum í aðferð höfundar, sem ég tel fremur
til annmarka og lil þess fallna að gera þetta rit losaralegra en vera þyrfti. Ég
skal nú ræða nokkttð einstakar orðskýringar, einkum þær sem mér þykja orka
tvímælis.
Höfundur nefnir tvær skýringar á dvergsheitinu dóri, að það sé skylt fe.
derian ,skaða, særa' eða í ætt við nísl. dór ,bor‘. Ilvorttveggja er harðla ólík-
legt; nísl. dór er ungt tökuorð, sbr. nno. dor, józku dorn <ý þ. dorn, en fe.
derian á sér enga samsvörun í norrænum málum og stofnsérhljóðið ö auk þess
óþekkt í þeirri orðsift í germönsku. Dvergsheitið dóri kemur aðeins fyrir í
nafnaþtdum í SnE. og í dverganafnavísum í Völuspá og Fjölsvinnsmálum. Orðið
er tíðast ritað með ó í orðabókum, en vafasamt hvort það hefur við næg rök að
styðjast. Ef orðið lieitir dóri, mætti ef til vill hugsa sér, að það ætti skylt við
nno. döra ,loga dauft* og væri þá f ætt við ísl. dóla og deyja (< *döwarön) og
kannske so. dára. shr. merkingarafbrigðin í nno. daara og hjalt. dore, sem gætu
hent til þess, að þetta orð væri að nokkru leyti af norrænum toga, en ekki að
öllu tökuorð úr þýzku. Sá annmarki er þó á þessari skýringu, að ekki er vitað
um aldur nno. döra og ekki alveg útilokað, að orðið sé tiltölulega ung blend-
ingsmynd úr nno. döla og töra. Sé stofnsérhljóðið í dori hinsvegar stutt, er eðli-
legast að líta á orðið sem n-hljóðverpta tvímynd af duri. (dvergsheiti), og má
benda á, að jötunheitið dornir kemur fyrir í fornum rímum (Hjálmþérsrímum)
og getur naumast verið annað en tvímynd af dvergsheitinu durnir, sem einnig er
haft um jötna í þulum í SnE.
Drima ,orusta‘ er naumast orðið til úr þrima, á þann veg sem Falk taldi, og
vart er þar heldur um að ræða víxlan upphafshljóða í þeim skilningi, sem höf-
undur leggnr í það orð, og ekki heldur líklegt, að drima eigi skylt við so. dríja,
eins og hann stingur upp á til vara. Mér hefur komið í hug, að drima kynni að
vera í ætt við sæ. máll. dráma- (dráma-drunt = brakadunt ,hár fretur1) og
hefði í upphafi táknað glym eða hávaða; væri germönsk rót orðsins þá *dri-m
eða *drem. Ef rótin væri *drem, gæti físl. alldrœmt verið af þessari ætt (sbr.
.,ok létu alldræmt yfir sér“ (,voru roggnir*), v. 1. í Sturl.). Vafasamt er, en
hugsanlegt, að nno. drimsa ,slengja frá sér‘, sæ. máll. dremma .skella, slá'
drumma ,fella, svo undir taki‘ séu af þessum sama toga. Og líku máli gegnir
um józka lo. drum ,holhljóma‘, no. drum ,druna‘, drimle ,dratta‘, e. máll.
drimble og drumble o. s. frv. En sé ættfærslan rétt, ættu þessi orð skylt við so.
drynja og no. drjóni, þegar lengra er rakið, og væru runnin af ie. rótinni *dher.
So. ejna (-aða) ,undirbúa‘ getur ekki verið skyld lo. jafn, enda vant að sjá,
hversvegna klofningin segir þá ekki til sín, auk þess sem merkingin mælir fast