Íslenzk tunga - 01.01.1959, Blaðsíða 166
164
RITFREGNIR
að nno. ladd (m.) og sæ. máll. ladder sé skylt velsku llawdr ,hosa‘ o. s. frv., en
ekki er það sennilegt, því keltnesku orðin virðast hafa haft langt a í stofni og
kunna að hafa misst p í framstöðu. Auk þess þykir mér sem merkingarsvið
þessara orða í nno. sem og tvöföldun samhljóðsins, *la8ða-, bendi fremur til
þess, að upphafleg merking orðstofnsins hafi verið ,lýjur eða leppar* e. þ. u. 1.
Svo er það íslenzka orðið löðrungur, sem ýmsir hafa talið orðið til úr *hl0rungr
,kinn-pústur‘ (sk. hlýr ,kinn‘ og so. hlpra, hlera og no. hlust). Sá annmarki er á
þeirri skýringu, að hún kemur illa heim við hljóðfræðilega mynd nísl. orðsins,
en þó er hitt þungvægara, að myndir þessa orðs í skyldum grannmálum mæla
fast gegn henni, sbr. sæ. máll. ladrung, fær. ledrungur, nno. Ifirung, læring,
leerung o. s. frv. Af þessum ástæðum þykir mér ekki fráleitt, að löðrungur eigi
skylt við löður- í löðurmenni og mhþ. ladern ,verða slakur eða máttvana* og
hafi eiginlega merkt ,lamandi liögg*. Sbr. þ. máll. dusel ,kinnhestur‘ og duseln
,móka‘.
Eg hef reynt að leiða rök að því hér að frainan, að til hafi verið í germönsku
stofninn *laþ/ð- : löþ/ð- í merkingunni .slakur, hægfara' e. þ. h. og hafi ýmis
orð, einkum í norrænum málum, æxlazt jiaðan. Um ie. ættartengsl þessarar
orðsiftar er allt óvissara, en ekki ólíklegt, að hún eigi skylt við lith. létas ,sljór,
einfaldur‘, lat. létum o. s. frv., af ie. rót *lé/ö/a(i), sbr. ísl. so. lá-ta og lo.
la-tur.
Hér hefur verið vikið nokkuð að einstökum orðskýringum, og mætti að vísu
tína þar fleira til. Ég get t. d. ekki séð, hvernig orð eins og gildra, gil-ker, gáli,
gœiligr og gœibrúðr geta verið skyld. Þá þykir mér óþarft að slíta úr ættar-
tengslum orð eins og gaman, gambra, gymbing, nno. so. gimpa o. s. frv. Mér
sýnist harðla líklegt, að þau séu skyld, og vel getur gamban- í físl. gamban-
sumbl, gambanreiði og gambanteinn verið af sama toga — og jafnvel líka fe.
gambe, fsax. gambra ,afgjald‘. Líku máli gegnir um dvergaheitin durinn :
durnir, lóinn : lóni, sem vel hafa getað æxlazt af mismunandi beygingar- eða
úrlestrarmyndum sama orðsins; rithátturinn dúrnir, dúri hefur, að því er ég
bezt veit, ekki við neitt að styðjast, en «-ið í durinn hinsvegar sannanlega stutt.
Höf. afneitar þeirri kenningu Zupitza, að ie. gh“ hafi afkringzt í framstöðu,
né heldur fellst hann á þessa kenningu í þeirri mynd, sem hún fekk hjá K.
Brugmann. Þar með dæmir hann ógildar eldri skýringar á orðum eins og gandr,
gambra, geð, gilja, gildra, gjalda og gjgra og hefur ekki upp á neitt betra að
bjóða. Skal ég ekki orðlengja frekar um það, en nefna aðeins til viðbótar
fáeinar orðskýringar, sem mér þykja ærið vafasamar: burlufótr sk. bysja, bgggr
og bgggvir sk. baga, jrotta sk. frum-, frýnn sk. Freyr, gandr sk. ginna, greppr
sk. garpr, grindill sk. grand, gœla (f.) sk. gola, herfiligr sk. fe. hierwan, hjúka
sk. hjú og fær. hjukla, hrjá sk. gr. krékö, hósti sk. hvœsa (sbr. fi. kása- : gvasiti)
liœ(i)ngr sk. hár, hómarr sk. hvóma, ímun sk. eimi, karskr, sk. kjarkr, karnaðr
sk. kgr (f.) o. s. frv.