Vera - 01.12.1984, Side 43

Vera - 01.12.1984, Side 43
Á sviði tilfinninganna — Hvers vegna lagðir þú fyrir þig myndlist? ,,Ég er bara eins og hver annar dópisti. Myndlistin er mitt dóp. Ég get ekki útskýrt hvers vegna ég vel þaö aö eyða allri minni orku og öllum mínum peningum í aö búa til myndir sem enginn vill kaupa. Ef ég gæti með góöu móti lifaö án þess að gera myndir þá mundi ég vafalaust gera þaö, hins vegar hef ég verið mynda-dópisti í einn og hálfan áratug og á ekki von á aö þaö breytist.” — Hvernig myndir gerirðu? ,,Þær eru margvíslegar hvað tæknina varðar. Ég geri grafíkmyndir, mála, tek Ijósmyndir og geri yfirleitt myndir í öll þau efni sem mér líst á aö vinna í. En tæknin er auðvitaö algert aukaatriði nema aö því leyti aö hún má ekki vera svo ömurleg aö hún varni því aö innihaldið komist til skila í hverri mynd. Innihaldslega fæst ég viö þaö sama og listamenn hafa fengist viö í 9egnum aldirnar, tilfinningar, samfélag, náttúruna og svo framvegis.” — Nú var grafík-myndaröð á sýning- unni sem fjallaði sérstaklega um konur, eöa hvað? .,Já, kvenfrelsisbaráttan er hluti af tilveru minni og því er eðlilegt aö ég fáist viö hana í mínum myndum. Ég ákvaö að taka fyrir ákveðin tilfinningamál frá sjónarhóli kvenna. Það eru vissir þættir I lífi kvenna sem ég hef aldrei séö tjáða á myndrænan hátt, rétt eins og þeir væru ekki til. Og þá er ég að tala um ýmsar sitúasjónir sem koma upp á tilfinningasviðinu, og spenn- una sem þeim fylgja.” — Hvernig tjáirðu þessa spennu? „Það er nú erfitt aö útskýra þetta án þess að taka dæmi. Við getum tekið mynd- ina sem er á sýningarskránni, hún heitir „Hefðbundinn þríhyrningur”. í hennierég aö pæla í mjög algengri stööu sem konur lenda í, þ.e. keppni um einn mann. Á mynd- inni eru tvær konur, önnur er berskjölduð og skýlir sér með mynd en hin skýlir sér á bak viö nautshaus. Ég reyni að tengja þessa keppni einhverju sem konur hafa lent í áöur. Ég nota nautshausinn sem tákn fyrir orkumikinn mann og skírskota þá til grískrar goðsögu um Seif og Evrópu. Seifur breytti sér i naut og neyddi Evrópu með sér til Krítar á one-way-ticket. Hún haföi ekkert um málið aö segja, en fæddi níu mánuðum seinna Mínótárusinn, svein- barn með nautshöfuð. í þessari sögu er Evrópa augljóslega kúguð kona og það var þannig kona sem mig vantaði í þessa mynd. Hin er óháð nautinu en gengur um með mynd af sundurtættum fugli. Þaö eru ætíð áhorfendur að svona tilfinningastööu I daglega lífinu og því skelli ég þeim þarna inn á myndina. Sjálfri finnst mér myndin Ijós og sýna þetta myndefni á skýran hátt en svo kemur fólk og segir: „Hvaða belja er nú þetta?” Ef áhorfandinn leggur allt aðra merkingu en ég í ákveðna mynd skiptir það mig ekki öllu. Ég reyni að segja skýrt það sem ég er að segja en ég get aldrei tryggt það að allir skilji allt. Fólk hef- ur mismunandi bakgrunn, menntun og lífsskoðanir. Konur upplifa til dæmis það að veröa ástfangnar á annan hátt en karl- ar. Sumir karlar hafa unnið verulega mikið út frá þess konar tilfinningum en á allt ann- Við hittum Svölu Sigurleifsdóttur rétt eftir að hún hafði lokið við að taka niður sýningu sína í Gallerí Borg. Svala er fjölmenntuð mynd- listarkona, hún hefur stundað list- nám á Norðurlöndum og í Banda- ríkjunum og haldið fjölmargar sýn- ingar, ein síns liðs og með öðrum. an hátt en konur. Ef við tökum dæmi af Picasso þá gerði hann eitt sinn grafík- myndir þar sem mínótárus er í tygjum við unga stúlku og ef æfisagan hans er lesin er þetta á tímabili þar sem hann er farinn að vera meira með næstu konu sinni en þeirri sem hann er þá enn giftur. Hann sér sjálfan sig sem eitthvað ógnandi. . . sem mínótárus. Þótt mér lítist engan veginn á það hvernig hann fór með konur þá finnst mér þessar myndir mjög einlægar lýsingar á hans tilfinningalífi og góðar sem slíkar.” — En hvert er þá mikilvægi myndlist- arkvenna í kvennabaráttunni? „Þær og aðrar listakonur, rithöfundar og konur í yfirbyggingunni yfirleitt skipta mjög miklu máli á óbeinan hátt. Þær hækka ekki launin á vinnumarkaðinum í einum hvelli en þær leggja hornsteininn í grunninn að kvennabaráttunni að því leyti að þær kristalla hugsanir og tilfinningar kvenna í samfélaginu. Án þessarar krist- öllunnar yrði baráttan bæði óljós og litlaus. En starf þessara kvenna er auðvitað ekki mikilvægt nema þær vinni sin störf vel. Það hefur verið mjög algengt að myndlistarkonur bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum vinni eftir klisjukenndum forskriftum. Þá verða myndirnar oft léleg- ar. Brillíant ályktun í dagblaði um stöðu kvenna getur aldrei orðið brillíant Ijóð. Það verður bara að treysta konum til að tjá sig eins og þeim finnst einlægast og sjá svo til hve miklu máli myndirnar skipta. Ég er sannfærð um að talsverður hluti af þvi sem myndlistarkonur eru að gera nú skiptir kvennabaráttuna máli.” Mrún/sbj. 43

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.