Vera - 01.12.1984, Side 53

Vera - 01.12.1984, Side 53
verra en gengur og gerist annars staöar á ^andinu, að öllum líkindum væru niöur- stööurnar svipaðar hvar sem boriö væri niður og því næsta víst, aö upplýsingar þeirra geti komiö aö gagni annars staöar en á Akureyri. Þær upplýsingar koma engum á óvart sem á annað borö hafa kynnt sér stööu kynjanna á vinnumarkaöinum. Konur eru upp til hópa ófaglærö láglaunastétt, sem býr viö lítiö atvinnuöryggi en axla ábyrgö og verk á heimilum sínum hver sem staöa þeirra er utan þess. Verkaskipting kynj- enna er hefðbundin bæði utan heimilis og 'nnan. Launamunurinn eykst meö aukinni menntun. Atvinnuþátttaka kvenna í sam- búð er háð möguleikum á dagvistun barna. Og svona áfram fram eftir götun- um. Enn einu sinni veröur Ijóst aö jafnrétti kynjannaer aö miklu leyti komið undir póli- tískum vilja, aö hiö margrómaöa frelsi ein- staklingsins veröur ekki fyrir hendi fyrr en Þeim eru búnar aðstæður til að njóta val- kostanna, aö allt tal um jafna foreldra- ébyrgö er innantómt hjal á meðan for- eldrar standa svo ójafnt aö vígi sem sýnt er. Velt er upp skýringum á ójafnri stööu kynjanna meö spurningum í lok hvers kafla og iesandanum þannig gert aö gera sjálfur upp hug sinn um túlkun niðurstaðn- anna. Sem dæmi um slíkar spurningar tek ég hér dæmi af síðasta kaflanum, þeim um laun karla og kvenna: ,,Eru störf kvenna metin ómerkari en störf karla? Hvers vegna er hærra metið aö vinna viö sög en við saumavél? Hvernig eru störf inni á heimilunum metin þegar út í atvinnulífiö kemur? Hvaða störf eru unnin á heimilun- um?” Og: ,,Af hverju eykst launamunur kynjanna meö aukinni menntun? Er þaö vegna þess / aö konur hafa síöur manna- forráö? / aö konur mennta sig til annarra starfa en karlar? / konum sé vísvitandi haldiö niðri? / vantreyst?” Slíkar spurning- ar eru auövitaö upplagöur umræöugrund- völlur hópa, sem taka sér fyrir hendur að ræöa bókina saman. Eg sé ekki ástæðu til aö tíunda nánar efni bæklingsins, því er skýrt og skilmerki- le9a komið fyrir og við getum vissulega fagnaö því aö fá upp í hendurnar stað- reyndir til aö reka ofan í hvern þann, sem fullyrðir „aðþettasé nú allt ífinu lagi, þetta meö jafnréttið.” Spurningin, hvernig nota megi svona pésa verður mér ööru fremur umhugsunarefni. í fyrsta lagi sýnist mér aö „Jafnrétti eða hvaö?” hljóti aö verða skyldulesning hverjum þeim sem áhuga hefur og afskipti af þjóðmálum. Efstir á þeim lista munu vera alþingismenn, samningsaöilar vinnu- markaðarins, forystumenn verkalýðsfé- laga, forsjármenn fjölmiðla, sveitarstjórn- armenn. Líklega ættu konurnar í landinu þó aö vera efstar á listanum. í ööru lagi hlýtur svona bæklingur aö vera kærkominn þeim, sem kvarta undan námsgagnaleysi í jafnréttismálum en sú fyrirbára er oftast tínd til þegar minnt er á tilveru laga sem kveöa á um aö „í skólum og öörum mennta- og uppeldisstofnunum skal veita fræðslu um jafnrétti kvenna og karla.” (Jafnréttislög, 7. gr.) Þaö er auðvit- að fásinna aö ekki sé til aragrúi efnis um þessi mál heldur vantar aöeins aö flokka þaö saman undir einn hatt og hafa til reiðu á einum staö á bókasöfnum. Það er engu meiri vandi aö útbúa heimildalista um jafn- réttismál en til aö mynda um frönsku stjórnarbyltinguna svo dæmi sé tekið af vinsælu ritgeröarverkefni í einu fagi grunnskólans. Handhæg bók á borð viö „Jafnrétti eöa hvaö” ætti heima á slíkum heimildalista og auövitað ætti hvert ein- astaskólabókasafn í landinu aö hafa hann í sínum fórum. Því er svo viö aö bæta aö efni „Jafnréttis eöa hvaö” má nýta á ann- an hátt en þegar jafnrétti kynjanna er tekið fyrir sérstaklega. Alls staðar, þar sem kennd er félagsfræði, má nota bókina sem dæmi um aðferðir, margar spuminganna eru upplögð ritgerðarverkefni, ekki aðeins í félagsfræði heldur einnig í íslensku eða öðrum tungumálum. Þar sem kennd er sú stæröfræöi sem nýtist við fræöslu á lík- indareikningi og uppsetningu taflanna, má nota dæmi af bæklingnum, . . . jafnvel teiknikennarar fyndu alveg ágæt „motiv” handa nemendum sínum í þessum pésa! Meö slíkum hætti yröi jafnrétti kynjanna eölilegur og sjálfsagöur hlutur í náminu, ekki sér-fyrirbæri aleitt á stundatöflunni. Allt sem þarf er áhugasamur, frjór og rétt- látur kennari og minnumst þess aö konur eru nú einu sinni í meirihluta í kennara- stétt! í þriöja lagi er „Jafnrétti eöa hvað” til- valið efni í leshring eöa málfundi félaga, (t.d. kvenfélög stjórnmálaflokkanna!) Niö- urstöður hans væru vel nothæfar í opin- bera umræöu, segjum t.d. í útvarpi og þætti mér t.d. mikill fengur í, ef þær Val- geröur og Guörún fengju inni hjá Útvarpi Akureyrar meö þátt, þar sem stjórnmála- menn, segjum bæjarstjórnarfulltrúar Ak- ureyrar veltu fyrir sér spurningunum í lok kaflanna. Slík umræða myndi vekja at- hygli langt út fyrir kjördæmi fulltrúanna og vera jafn þörf ef ekki þarfari en margt ann- aö sem rætt er um í útvarpi í sambærileg- um þáttum. Þannig getur á ýmsan hátt oröið fram- hald á þeirri vinnu, sem lögð hefur veriö í „Jafnrétti eöa hvaö”. Án framhalds af ein- hverju tagi verður heldur enginn árangur erfiöisins og þá kann að fara fyrir þessum bæklingi eins og svo mörgu öðru efni, sem lagt hefur veriö fram af konum, aö þaö lok- ast inni ólesið og ómetið, rétt eins og það skipti ekki máli í samfélaginu. Ég tek undir meö „Jafnrétti eöa hvaö” þar sem stend- ur: „Niðurstöður könnunarinnar sýna að nauðsynlegt er aö stjórnvöld taki miö af þörfum fjölskyldunnar og breyttri þjóöfé- lagsstöðu kvenna. Það þarf að móta raun- hæfa stefnu í jafnréttis málum kynjanna og fjölskyldupólitík. Það er t.d. hægt aö gera meö sveigjanlegum vinnutíma, sam- felldum skóladegi, lengra fæðingarorlofi og fleiri dagvistum. Börnin eru framtíð samfélagsins og samfélagið hlýtur þess vegna að vera ábyrgt ásamt foreldrum fyrir heilbrigði þeirra og þroskamöguleikum.” Efni á borð við „Jafnrétti eða hvað?” getur legið til grundvallar í slíkri stefnumót- un og ég þykist vita að konur á Akureyri muni ekki hika viö aö nota þaö til aö láta reyna á raunverulegan vilja ráöamanna þar. Óskandi væri aö sem f lestar jafnréttis- nefndir sveitarfélaganna heföu sambæri- leg plögg í höndunum — eöa, sé slíkt efni fyrir hendi nú þegar, aö þær beiti því af festu i baráttunni fyrir bættri aöstööu og kjörum kvenna. Þá hætti e.t.v. aö heyrast oröiö „humbúkk” í umræöunni um ójöfn kjör kvenna og karla! Jafnrétti eöa hvaö er unnið í Prent- smiöju Björns Jónssonar og er ekkert um aö kvarta við þá. Ms

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.