Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 13
RITMENNT 5 (2000) 9-47
Birgir Þórðarson á Öngulsstöðum
s
Eggert O. Gunnarsson
Getið í eyður gamalla blaða*
í þætti þessurn er fjallað um tvö gömul handrit og reynt að gera grein fyrir uppruna
þeirra. Annars vegar er um að ræða minnisbók um verslun og viðskipti og hins vegar
dagbókarbrot úr utanlandsferð. Færð eru rök að því hver sé skrásetjari þessara hand-
rita og leitað skýringa á mönnum og málefnum scm þar eru tekin til umfjöllunar.
Ifórum ritara þessa þáttar er gömul og velkt minnisbók,
heimagerð. Spjöld hennar eru úr tvöföldum þunnum pappa og
blöðin, 34 að tölu, úr tvenns konar pappír, 14 úr hvítum en 20
blöð eru ljósblá. Þau eru óstrikuð og ótölusett. Stærð bókarinn-
ar er sem næst 10,5X8,5 sm.
Á fyrstu síðu bókarinnar, sem er nokkurs konar titilblað, hef-
ur eigandinn skrifað: Minnisblöð mín frá níjári 1858 til níárs
1859 og - hefur þar væntanlega átt að bæta við tímasetningu á
lokafærslum í bókina en farist fyrir. Bókin er sem næst fullslcrif-
uð af minnisatriðum eiganda hennar, um margvísleg viðskipti
hans við ýmsa menn og konur. Bólcin sjálf er hvergi merkt eig-
anda eða notanda, en af heimilisföngum þeirra sem bókareigand-
inn hefur haft viðskipti við má ljóst vera að hann hefur verið bú-
settur í Fnjóskadal. Þá er aftast í bókinni laust blað, sem trúlega
hefur ekki verið í henni í upphafi. Virðist það vera með sömu
skrift og færslur í sama formi og á blöðum bókarinnar. Aftan við
færslurnar á því blaði hefur ritarinn merkt sér það með E O
Gunnars.
Beinast þá allar líkur að því að ritari bókarinnar sé enginn
annar en Eggert Ólafur Gunnarsson, sem var einn af þekktari
mönnum þjóðarinnar á síðari hluta 19. aldar, en er nú flestum
Þjóðminjasafn íslands.
Eggert Ólafur Gunnarsson.
* Sérstakar þakkir eru færðar Kristjáni Sigfússyni á Ytra-Hóli og Aðalbjörgu
Sigmarsdóttur, safnverði á Akureyri, fyrir aðstoð við að afla upplýsinga um
fólk sem nafngreint er í handritunum.
9