Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 39
RITMENNT
EGGERT Ó. GUNNARSSON
nærri logndauðir en þó komustum við á endanum út fyrir
Kronborg og þar lögðumst við og lágum þar um nóttina.
20. Nærri logn en þó komust við dálítið áleiðis.
21. Logn og hiti.
22. Do do [þ.e. logn og hiti] fyrir Skaga.
23. Dálítið á móti og það hélst til þess 30. að það vóru að
öðru hvorju logn og mest mótvindi, svo við vórum eftir 12
daga ekki komnir lengra en svaraði Líðandisnesi, mitt á milli
Skotlands og Norvegs.
Sfunnudagur) 31. Byr, og hann hélst undir Langanes á
föstudag 5. september.
6. Fengum við mótvindi.
S(unnudagur) 7. Besta og blíðasta veður en nærri logn og
var reynt til að fiska undan Sléttu en fékkst ekkert.
8. Komurn við inn á Húsavílc um lcv(öldið).
9. Fór ég þaðan um morguninn og inn í Háls um nóttina.
10. Út í Hallgilsstaði um Akureyri og í Gáfu.146
11. Út í Ós147 og skrifaði og inn á Akureyri.
12. Beið á Akureyri og svo heim [líklega í Möðruvelli]
með E. og E.148 Kom seint um kveld.
13. Lá í rúminu mest, komu Hjörl(eifur) og d(óttir)
hans.149
14. Kom E. og E. Var ég lasinn fór ekki í kirkju.
15. Var við slátt í regni, var ónýtur.
16. Var do do do [þ.e. sama og daginn áður].
17. Fór með systir m(inni)150 norður [þ.e. austur í Háls],
kom við á Akureyri, kom í Háls kl. 2, var þar um nóttina.
18. Heim, og með oklcur V. og L.151
19. Flytja heim hey.
20. Kom á Akureyri með V. og út með L.
21.
146 Þ.e. Friðriksgáfu, amtmannssetrið.
147 Líklega Ós í Arnarneshreppi. Trúlega hefur Eggert verið skrifari við úttekt á
jörðinni vegna brottflutnings Flóvents Sigfússonar sem flutti frá Ósi á þessu
ári.
148 Óþekkt.
149 E.t.v. séra Hjörleifur Guttormsson, sem þá var prestur á Skinnastað. Af dætr-
um hans má nefna t.d. Þórunni, sem síðar varð kona Arngríms málara, og
Petrínu Soffíu, konu séra Kristjáns á Tjörn.
150 Kristjönu Gunnarsdóttur Havstein.
151 Óþekkt. (V. gæti verið Valgerður Þorsteinsdóttir, fóstursystir Eggerts.j
35