Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 132
GOTTSKÁLK JENSSON
RITMENNT
Anno 1690. Rectoratum Scholæ Skalholtinæ
adiit, e) eundem ad annum 1697. gessit, qvo
anno Choronomus Dalensis, Nomophylaxqve Is-
landiæ orientalis &> meridionalis designatus
constituebatur. Anno 1702. ab augustissimo Rege
Friderico IV. (gl. mem.) jubetur una cum celeberr.
Arna Magnæo, Profess. &) Archiv. Regio, varía
negotia patriæ utilitatem promotura suscipere, &)
speciatim villarum a) prædiorum totius Is-
landiæ, canonibus &) accidentiis cujuscunqve
villæ notatis, designationem vel matriculam con-
ficere, eo demum labore anno 1714. defunctus.
Nomophylacis officium adiit laudatus Widalinus
anno 1705. e) in Comitiis, qvæ Thingvallis ad
amnem Öxaraa qvotannis celebrantur, sexage-
narius obiit d. 18 fulii, anno currentis seculi vi-
gesimo septimo, insignis sui temporis furiscon-
sultus, Antiqvarius et) Poéta.
Þetta æviágrip er nokkuð dæmigert, þótt ef
til vill sé það í lengra lagi, fyrir þær ævisögu-
legu upplýsingar sem er að fá í bókmennta-
sögu Hálfdanar. Þó er ennþá meira sagt um
Árna Magnússon í svipaðri athugasemd í
þriðja hluta verksins, sem fjallar um sagn-
fræði og sagnfræðinga (146-47). Þar í er Páll
einnig nefndur í tengslum við Jarðabókina,
rétt eins og Árni hér. Slík æviágrip er sjaldn-
ast að finna í meginmáli Sciagraphiu, og eru
þau oftast sett í neðanmálsgreinar, en stöku
sinnum finnur maður einnig ævisöguleg at-
riði í bland við upplýsingar er tengjast riturn
og útgáfu þeirra, í stuttum greinum um höf-
unda sem raðað er í stafrófsröð, einkum í
öðrum hluta verksins, sem fjallar um skáld
og skáldskaparlist fyrir og eftir siðaskipti
(41-49 og 76-94), og í fimmta hluta verl<sins
sem fjallar um íslenska lögfræðinga eftir
siðaskiptin (191-99). Oft er lítið annað en
nafn höfundar í slíkum listum og stuttleg at-
hugasemd um ritverk.
Niöurlag
Þessi áhersla á ritin sjálf og tiltölulegt
áhugaleysi á ævisögulegu efni er í sam-
ræmi við það sem Hálfdan boðar í formál-
anum. Það er ekki nóg að tilgreina aðeins
höfunda í stafrófsröð, segir hann, og fjalla
um rit hvers og eins undir höfundarnafn-
inu. Sú niðurröðun útilokar rit eftir
óþekkta höfunda og blandar saman ólíkum
ritverkum. Árangursríkara er að fjalla um
ritverk eftir lærdómsgreinum eða fagflokk-
um (flokkarnir sem Hálfdan notar eru mál-
fræði, skáldskapur, sagnfræði, heimspeki,
lögfræði og guðfræði), en síðan má nota
stafrófsröðina og sagnfræðilegt tímatal til
þess að skipuleggja efnið innan þessara
meginefnisflokka. Hálfdan bendir réttilega
á að nafnaskráin í lokin eigi að gera lesand-
anum kleift að safna saman öllum þeim
upplýsingum sem er að finna í ritinu um
einstaka höfunda. Það er svo annað mál að
syllabus Hálfdanar stendur ekki fullkom-
lega undir þessum væntingum, eins og ég
komst aö þegar ég fór að taka saman þetta
yfirlit. Hins vegar þarf lesandinn ekki að
treysta á nafnaregistrið eitt við notkun
ritsins, því ekki er óalgengt að Hálfdan noti
millivísanir til þess að tengja saman það
sem hann segir um sama höfund víðsvegar
í ritinu.
Og er þá upptalið allt sem segir um Pál
lögmann Vídalín og Recensus hans í Sci-
agraphiu Hálfdanar Einarssonar rektors.
128