Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 157
RITMENNT
NORRÆN BÓKSÖGURÁÐSTEFNA í HELSINKI
mörg bréf eða stuttar orðsendingar frá Stefáni frá Hvítadal og
Guðmundi G. Hagalín. Þar sem Nína á í hlut hefur Erlendur
stungið allmörgum afritum af svörum sínum til hennar niður í
viðkomandi umslög, svo hréfaskipti þeirra í milli eru sérstök að
því leyti í þessum lcassa.
Að lokum er þess að geta að efni kassans var mjög vel tíund-
að í fjölmiðlum. Kom þá í ljós að fólk vildi fá enn meira að heyra,
og var því efnt til dagskrár um helstu bréfritarana í veitingastofu
Þjóðarbólchlöðu síðdegis sunnudaginn 13. febrúar. Þar las Silja
Aðalsteinsdóttir upp úr bréfum Halldórs, Kristján Eiríksson úr
bréfum Þórbergs, og Aðalsteinn Ingólfsson sagði frá bréfaskipt-
um Nínu og Erlends, en hann hefur einnig tekið saman grein um
það efni sem birtist hér í þessum árgangi Ritmenntar. Dagskrá-
in var öll tekin upp á segulband og flutt í sérstökum útvarpsþátt-
um í Rílcisútvarpinu á Rás 1 dagana 6. og 13. mars er síðan voru
endurteknir 8. og 15. sama mánaðar.
Ögmundur Helgason
Norræn bóksöguráðstefna
í Helsinki
28.-31. október 1999
Elsta tímarit um bækur og bóksögu sem gefið er út á Norður-
löndum er Nordisk Tidskrift för Bok- och Biblioteksvásen,
skammstafað NTBB. Það var Isak Collijn, síðar þjóðbókavörður
Svíþjóðar, sem stofnaði tímaritið árið 1914 og gaf það út og rit-
stýrði því til dánardags 1949. Þá tók Tönnes Kleberg, yfirbóka-
vörður við háskólabókasafnið í Uppsölum, við útgáfu og rit-
stjórn NTBB og hafði hana á hendi til og með 1974, er Gert
Hornwall yfirbókavörður við háskólabólcasafnið í Uppsölum
leysti hann af hólmi. Arið 1991 eignaðist Per S. Ridderstad pró-
fessor í bóksögu NTBB, og fluttist útgáfan þá til Lundar þar sem
hún tengdist hinni nýstofnuðu bóksögudeild við Lundarháskóla.
í þau 85 ár sem útgáfa NTBB spannar hafa þannig einungis fjór-
ir menn gegnt ritstjórastarfinu, og er slíkt víst næsta fágætt.
Um nolckurt árabil hefur NTBB átt á brattann að sækja. Árið
153